Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2025 19:20 Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk stuttmyndarinnar. Aðsend Íslensk-sænska kvikmyndin O(Hringur) hlaut um helgina Danzante verðlaunin, sem eru aðalverðlaun 53. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni. Myndin er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs. Myndin er stuttmynd, aðeins tuttugu mínútur að lengd. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk myndarinnar, Rúnar Rúnarsson er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard. Í tilkynningu er sagt frá því að O (hringur) sé ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun sé hann sjálfur. Myndin hafi verið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hafi verið á ferðalagi um heiminn síðan. Danzante verðlaunin séu elleftu verðlaun myndarinnar, og hún sé einnig komin í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. Rúnar Rúnarsson er leikstjóri myndarinnar.Aðsend Umsögn dómnefndar Danzante verðlaunanna var eftirfarandi: „O (Hringur) er sneisafull af hráum tilfinningum sem og sjónrænum ljóðum, myndin sýnir á fallegan hátt meistaralega frásagnarhæfileika Rúnarssonar á aðeins 20 mínútum. Hún lýsir sálrænni nánd manns í vanda. Myndin býður upp á næma og fínlega upplifun þar sem hvert smáatriði hefur mikla vigt.” Heather Millard framleiðandi myndarinnar hafði eftirfarandi að segja: „Við erum auðvitað í skýjunum eftir að við fengum þessar frábæru fréttir. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Rúnar var auðvitað tilnefndur til Óskarsverðlaunna 2006 fyrir Síðasta Bæinn og kom það einmitt eftir að vinna DANZANTE verðlaunin 2005 fyrir þá mynd. Við frumsýndum bæði Ljósbrot og O (Hringur) á síðasta ári og hefur þetta verið ótrúlegt ár fyrir báðar myndir. Við erum svo stolt af öllu því frábæra fólki sem vann við þessar myndir og gerðu þær að veruleika.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. 3. maí 2025 17:49 Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9. febrúar 2025 07:36 „Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. 12. júlí 2024 11:41 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Í tilkynningu er sagt frá því að O (hringur) sé ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun sé hann sjálfur. Myndin hafi verið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hafi verið á ferðalagi um heiminn síðan. Danzante verðlaunin séu elleftu verðlaun myndarinnar, og hún sé einnig komin í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. Rúnar Rúnarsson er leikstjóri myndarinnar.Aðsend Umsögn dómnefndar Danzante verðlaunanna var eftirfarandi: „O (Hringur) er sneisafull af hráum tilfinningum sem og sjónrænum ljóðum, myndin sýnir á fallegan hátt meistaralega frásagnarhæfileika Rúnarssonar á aðeins 20 mínútum. Hún lýsir sálrænni nánd manns í vanda. Myndin býður upp á næma og fínlega upplifun þar sem hvert smáatriði hefur mikla vigt.” Heather Millard framleiðandi myndarinnar hafði eftirfarandi að segja: „Við erum auðvitað í skýjunum eftir að við fengum þessar frábæru fréttir. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Rúnar var auðvitað tilnefndur til Óskarsverðlaunna 2006 fyrir Síðasta Bæinn og kom það einmitt eftir að vinna DANZANTE verðlaunin 2005 fyrir þá mynd. Við frumsýndum bæði Ljósbrot og O (Hringur) á síðasta ári og hefur þetta verið ótrúlegt ár fyrir báðar myndir. Við erum svo stolt af öllu því frábæra fólki sem vann við þessar myndir og gerðu þær að veruleika.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. 3. maí 2025 17:49 Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9. febrúar 2025 07:36 „Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. 12. júlí 2024 11:41 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. 3. maí 2025 17:49
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9. febrúar 2025 07:36
„Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. 12. júlí 2024 11:41