Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 13:00 Linda hefur áhyggjur af fjölda barna sem hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári. Sum þeirra hafa búið við ofbeldi og önnur sjálf verið beitt ofbeldi. Vísir/Ívar Fannar Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira