Bakslag í veikindi Valgeirs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 10:33 Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir kona hans á góðri stundu. Vísir/Daníel Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni. Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023. Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023.
Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31
Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05