Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 10:32 Grindvíkingar sem gert hafa hollvinasamning við Þórkötlu fá að gista í gömlu húsunum sínum í sumar. Vísir/Vilhelm Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira