Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2025 09:56 Allir fjölmiðlar landsins hafa verið á eftir Jóni Óttari eftir sláandi Kveiksþátt sem fjallar um njósnir hans og fyrirtækis hans PPP. Jón Óttar ákvað að tala við Frosta Logason í Brotkasti. Vísir/daníel Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Þannig bregðist Ólafur við eftir að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hafi tekið undir með Jóni Óttari að héraðssaksóknari væri vanhæfur til að rannsaka árum saman þátt Jóns Óttars í Namibíumáli Samherja. Þetta telur Jón Óttar lýsandi fyrir verklag Ólafs Þórs en svipað hafi sýnt sig þegar felld var niður kæra af hálfu Ólafs árið 2012. Jón Óttar var þá ásamt samstarfsmanni sakaður um brot á þagnarskyldu. „Þessi meinti leki?“ Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegu viðtali sem Jón Óttar mætti í til Frosta Logasonar á Brotkasti. Eftir að Kveikur birti umtalaðan þátt um starfsemi PPP og síðar framhald í Kastljósi, hafa allar fréttastofur landsins leitað viðbragða Jóns Óttars við því sem þar kemur fram. En Jón Óttar ákvað að fara í viðtal til Frosta. Og það sem hér fer á eftir er í grófum dráttum endursögn á því viðtali. Það sem hér fer á eftir er endursögn á því sem fram fór í viðtali Frosta við Jón Óttar sem telur eina möguleikann í stöðunni þann að Ólafur Þór héraðssaksóknari, þá Sérstakur saksóknari, hafi afhent Helga gögnin.vísir/pjetur Jón Óttar sagði að sér liði ekki vel, þetta væri ekki nokkuð sem hann hefði óskað sér en hlutirnir æxlist stundum öðru vísi en maður ætlar sér og þá sé að vinna úr því. Frosti spurði hann út hvaðan Jón Óttar teldi að gögnin sem Helgi Seljan hafi undir höndum hafi komið? Og af hverju þetta væri að gerast núna? „Þessi meinti leki? Jámm, það sem keyrir þetta í gang er að fyrir nokkrum vikum kærði ég héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með störfum með lögreglu. Ég sagði að þeir væru vanhæfir til að rannsaka mig í þessu svokallaða Namibíumáli.“ Namibíumálið varðar rannsókn héraðssaksóknara og yfirvalda í Namibíu á meintum múturgreiðslum íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins til háttsettra embættismanna í Afríkuríkinu. Rannsóknin hefur staðið í á sjötta ár. Eiginlega viss um að gögnin komi frá „sérstökum“ Jón Óttar sagðist hafa verið gerður að sakborningi í málinu 2021 en sætti sig ekki við að rannsóknin væri innt af hendi Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara og áður sérstakur saksóknari. Jón Óttar sagði embættið vanhæft vegna þess að það hefði rannsakað sig á sínum tíma, hann þá samstarfsmaður þeirra. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. „Þegar hann var kominn í vesen með það þá vissi ég að það myndi koma eitthvað svona,“ segir Jón Óttar og vísar til Kveiksþáttarins. Frosti spyr Jón Óttar hvort hann telji að umrædd gögn séu komin frá ríkissaksóknara? „Já, ég er eiginlega alveg viss um það. Það er eiginlega ómögulegt annað. Og þú metur það þegar ég hef sagt alla söguna.“ Hleranirnar voru spilaðar í hátölurum á skrifstofu sérstaks Jón Óttar fer svo yfir feril sinn hjá Sérstökum saksóknara í alllöngu máli. Hann og félagi hans Guðmundur Haukur Gunnarsson, sem dó eftir erfið veikindi, störfuðu hjá embætti Sérstaks saksóknara. Þá í samvinnu við Hólmstein Gauta Sigurðsson saksóknara en yfirmaður þeirra hafi verið Grímur Grímsson, nú alþingismaður fyrir Viðreisn. Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) hér með Hólmsteini Gauta Sigurðssyni saksóknara fyrir dómi. Andrúmsloftið í samfélaginu hafi verið sérstakt og þeir stundað hleranir af kappi. Öllum hafi verið fullkunnugt um það. Hleranir hafi verið spilaðar af hátölurum og eina skiptið sem Ólafur Þór gerði athugasemd við það var þegar hópur manna stóð hjá og hló að því sem fram fór. En þú telur að „lekinn“ hafi komið frá sérstökum saksóknara? „Já, það er ýmislegt sem bendir til þess og við komumst smátt og smátt að því.“ Þeir hafi svo, af ýmsum ástæðum, stofnað PPP og en voru áfram með aðstöðu hjá Sérstökum saksóknara. „Við vorum að vinna fyrir Ólaf sjálfan og þetta vissu allir, þetta var fyrir opnum tjöldum. Og ekkert leyndarmál. Tölvumaðurinn sem vann fyrir PPP var Heiðar Þór Guðnason aðaltölvumaðurinn hjá Sérstökum saksóknara. IT gaur. Hann sá ekki bara um tölvukerfið heldur gögnin.“ Heiðar Þór hafði aðgang að öllum tölvum Jón Óttar segir Heiðar Þór hafa verið aðaltæknimanninn í þessu Clarwell-tölvukerfi sem allir hafi notað til að rannsaka tölvupósta. Hann hafi séð um öll þau gögn og það sem meira var, hann hafði aðgengi að öllum tölvum. „Ólafur hefði getað labbað á inniskónum inn til hans og spurt hvað strákarnir væru að gera? Hann komst inn á desktoppið mitt. Ef eitthvað var að þá loggaði hann sig bara inn. Hann sá um alla serverana, hann sá um öll gögnin.“ Það geri hann raunar enn. Árið 2012 hafi komið að því að Jón Óttar og Guðmundur voru kærðir fyrir að stela gögnum. Jón Óttar telur að þá hafi embætti Sérstaks saksóknara verið komið í vandræði og það hafi einfaldlega verið ákveðið að henda þeim undir rútuna. „Einhvern veginn þurfti að leysa þetta. Ólafur og kerfið tækju þetta á sig eða ég og Gummi. Einfalt reikningsdæmi fyrir þá.“ Kæra á hendur PPP felld niður Jón Óttar telur lið í því samningurinn sem hann og þeir hjá PPP gerðu við Ólaf Þór, sem var rangt dagsettur. PPP hafi byrjað að starfa sem verktakar fyrir sérstakan í ársbyrjun 2012. Í mars hafi Ólafur Þór viljað ganga frá formlegum verktakasamningi við PPP en farið þess á leit að sá samningur yrði dagsettur aftur í tímann, til áramóta. Jón Óttar telur að Ólafur hafi verið búinn að ákveða að kæra þá Guðmund Hauk áður en skrifað var undir samninginn. Málið var fellt niður í febrúar 2013 og ber Jón Óttar mikið lof á Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Hún hafi rannsakað málið og séð hvað klukkan sló. Staðið í fæturnar. Hann gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á að rannsókn ríkissaksóknara hafi verið áfátt. „Hún rannsakaði alveg nóg,“ segir Jón Óttar. „Málið var fellt niður því þeir kæra okkur fyrir að rannsaka Milestone án heimildar. Og við gátum sýnt fram á annað.“ Jón Óttar segir einnig frá því þegar hann fór að starfa fyrir Samherja. Árið 2021 hafi verið honum erfitt og hann hafið störf á frystitogara. „Ég fór í gegnum erfiða tíma og var á hraðleið með að eyðileggja allt í mínu lífi, verð mjög þunglyndur og fer á sjóinn.“ Hann segir að haustið 2021 hafi hann komið í bæinn eftir fyrsta túrinn og þá hafi löggan í Reykjavík beðið hans og vildi færa í yfirheyrslu. Þá hafi honum verið tilkynnt að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið búinn að kæra hann fyrir að vera eltihrellir. Helgi var hluti af teymi Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Jón Óttar starfaði fyrir Samherja í Afríkuríkinu. Lætur geyma samskiptin við Helga í vottaðri geymslu „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Helgi myndi reyna eitthvað svona. Við vorum búnir að vera í samskiptum frá 2019 og hann leit á mig sem sakborning í því máli, hann var mjög investeraður í því máli og fljótlega eftir að það kemur upp, hefur hann samband við mig og vill hittast á þessu kaffihúsi á Skólavörðustíg. Þó hann segi í dag að ég hafi alltaf verið að koma þarna og elta hann.“ Jón Óttar segir Helga hafa verið eitthvað skrítinn í sinn garð strax 2020 og hann hafi talið sig verða að passa sig á honum. Hann lét því sérstaklega geyma öll þeirra SMS-samskipti. „Geymd í vottaðri skjalageymslu. Þegar ég frétti að hann væri búinn að kæra mig hringi ég í lögmennina sem voru að geyma þetta, þeir koma með mér í yfirheyrsluna. Þeir segja að Helgi hafi afhent símann sinn, og þeir tekið rafrænt afrit af honum. Ég horfði bara á þetta og sagði: Þarna vantar alveg fullt. Sem betur fer er ég með það sem uppá vantar og þá fóru að renna tvær grímur á menn. Hann var alltaf að reyna að ná sambandi við mig.“ Vinir Helga framið ljúgvitni Jón Óttar segir einhverja einstaklinga, vini Helga, hafa framið ljúgvitni með því að segja Jón Óttar hafa verið fyrir utan kaffihús í september. Hann hafi þá verið nýkominn af sjónum og þetta fengi ekki staðist. Málið var fellt niður. Frosti spyr Jón Óttar enn út í það hvaðan hann telji gögnin sem Helgi Seljan vann upp úr vera komin? Jón Óttar segir þetta gögn sem hafi verið í umferð út um allan bæ fyrir einum og hálfum áratug. Siggi hakkari hafi tekið sig til og dreift þeim út um allan bæ. Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) voru starfsmenn sérstaks saksóknara. Á milli þeirra situr Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari. Sigurður Ingi Þórðarson, svonefndur Siggi hakkari, hefur sent fréttastofu póst þar sem hann heldur því fram að hann hafi komist yfir þessi gögn á sínum tíma. Sigurður segist í samtali við fréttastofu hafa komið gögnunum á þá Jón Óttar, Guðmund Hauk og Grím Grímsson sumarið 2009. Raunar miklu fleiri, fjölmarga fréttamenn - þeirra á meðal Helga Seljan. Kveikur birti líka gögn sem voru kynningar PPP á þjónustu sinni sem fyrirtækið bauð meðal annars tryggingafélaginu Sjóvá til að berjast við tryggingasvindl. Forstjóri Sjóvá tjáði fréttastofu í gær að fyrirtækið hefði hafnað þjónustu PPP að loknum kynningarfundinum. „Það sem er sérstakt er, hvaðan koma þessi gögn sem eru klárlega úr tölvunni hans Gumma? Eftir að búið er að kæra okkur, gögn frá 2012, hvaðan koma þessi gögn? Ég veit að tölvan hans Gumma, mín hefur ekki verið til í þessum heimi í meira en áratug. Tölvan hans Gumma ekki verið hreyfð í meira en áratug.“ Eini möguleikinn að gögnin komi frá sérstökum sjálfum Jón Óttar telur af og frá að lekinn hafi komið úr þeirri tölvu. Og Helgi Seljan hafi trauðla þolinmæði til að sitja á gögnunum í meira en áratug. „Þannig að eina sem kemur til greina er að þegar við erum síðan kærðir, 2012, og málið fellt niður 1. febrúar 2013, þá er Heiðar Þór Guðnason tölvumaðurinn hjá héraðssaksóknara, og er enn í dag yfirmaður allra tölvurannsókna á Íslandi í svona flóknum málum - hann er enn með „remote control“ inn í tölvuna.“ Jón Óttar segir Heiðar ekki bara hafa verið tölvumann hjá PPP heldur Sérstökum saksóknara, hann hafi verið tölvumaður hjá slitastjórn Glitnis sem og öðrum embættum ríkisins. Allt frá sæti sínu hjá Sérstökum. Heiðar hefur náð í þessi gögn 2012 og 2013? „Ég get ekki fullyrt það, ég sá hann ekki gera það, en þetta er eini möguleikinn.“ Heiðar Þór yfir öllu tölvukerfinu Jón Óttar telur þetta kunnugleg vinnubrögð. Ólafur Þór afhendi gögn þegar hann þurfi á því að halda. Hann hafi frétt af kvörtun Jóns Óttars til nefndar með störfum lögreglunnar í mars á þessu ári. „Hún er núna komin til ríkissaksóknara. Nú er hún orðin vandamál fyrir þá. Núna er Namibíumálið í sjálfu sér í einhverju uppnámi. Og þá er hann að fara að leysa þetta á sama hátt. Jón Óttar fór í rúmlega klukkustundar viðtal til Frosta Logasonar þar sem hann fór gaumgæfilega yfir þau mál sem hafa verið efst á baugi undanfarna daga og vikur; frétt Helga Seljan af njósnum hans og fyrirtækis hans PPP. Alveg eins og þegar hann reyndi að leysa þetta 2012. Þá bjó hann til þennan samning og það allt saman. Núna finnur hann einhver gögn. Ég verð að segja það líka, þegar þú horfir á viðtal Helga og Ólafs Þórs (innsk: í Kveiksþættinum), þá er þetta eins og æskuvinir séu að hittast. Og þetta kemur Ólafi algjörlega í opna skjöldu.“ Ólafur Þór hafi ekki verið spurður neinna gagnrýnna spurninga og hann látið eins og allt kæmi sér í opna skjöldu. „Það var ekkert utanumhald hjá sértökum 2012. Sem einna best sést á því að Heiðar Þór hefur enn aðgang að þessu. Og hann er enn að dæla gögnum meðal annars niður til Namibíu. Sem ég á eftir að koma betur inn á. Það er enn verið að senda gömul gögn til að koma mönnum þar í vandræði, og ég mun útskýra þetta betur á seinni stigum, ég þarf að athuga og staðfesta fleiri hluti.“ Síðasta mál sérstaks verði sérstakur sjálfur Jón Óttar er spurður hvað honum finnist um þær raddir sem krefjast þess að Ólafur Þór segi af sér. Hann segist enga skoðun hafa á því, hann sé ekki dómari hvorki í þessu máli né öðrum. Hann sér eftir því að hafa verið að njósna, þar á meðal fyrir Björgólf Thor Björgólfsson ríkasta mann landsins, og segir að ef hann myndi rekast á þá sem hann njósnaði um myndi hann biðja viðkomandi afsökunar undanbragðalaust. „Það er ekki flókið. Bara að við höfum farið inná þessa braut á þeim tíma, því miður gerðist það. Ég get ekki afsakað það með einu né neinu.“ Hann minnir þó á að PPP hafi ekki verið einstakt fyrirtæki. Sambærileg erlend fyrirtæki á borð við Kroll hafi unnið fyrir slitastjórnir. Jón Óttar, sem er doktor í afbrotafræði, segir vonlítið að hann starfi aftur á þessu sviði. En þannig æxlist stundum hlutirnir og hann sé ekki fórnarlamb. Hann fari örugglega aftur á sjóinn eða taki upp þráðinn við skriftir. Og hann segist ekki vera að segja neitt nýtt, hann hafi haldið þessu sama fram lengi en enginn viljað hlusta. „Ég hef sagt þetta oft áður. Eins og við Gummi sögðum stundum þegar við vorum hjá Sérstökum: Það skyldi þó aldrei verða að síðasta mál sérstaks verði sérstakur sjálfur.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7. maí 2025 15:19 Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Þannig bregðist Ólafur við eftir að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hafi tekið undir með Jóni Óttari að héraðssaksóknari væri vanhæfur til að rannsaka árum saman þátt Jóns Óttars í Namibíumáli Samherja. Þetta telur Jón Óttar lýsandi fyrir verklag Ólafs Þórs en svipað hafi sýnt sig þegar felld var niður kæra af hálfu Ólafs árið 2012. Jón Óttar var þá ásamt samstarfsmanni sakaður um brot á þagnarskyldu. „Þessi meinti leki?“ Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegu viðtali sem Jón Óttar mætti í til Frosta Logasonar á Brotkasti. Eftir að Kveikur birti umtalaðan þátt um starfsemi PPP og síðar framhald í Kastljósi, hafa allar fréttastofur landsins leitað viðbragða Jóns Óttars við því sem þar kemur fram. En Jón Óttar ákvað að fara í viðtal til Frosta. Og það sem hér fer á eftir er í grófum dráttum endursögn á því viðtali. Það sem hér fer á eftir er endursögn á því sem fram fór í viðtali Frosta við Jón Óttar sem telur eina möguleikann í stöðunni þann að Ólafur Þór héraðssaksóknari, þá Sérstakur saksóknari, hafi afhent Helga gögnin.vísir/pjetur Jón Óttar sagði að sér liði ekki vel, þetta væri ekki nokkuð sem hann hefði óskað sér en hlutirnir æxlist stundum öðru vísi en maður ætlar sér og þá sé að vinna úr því. Frosti spurði hann út hvaðan Jón Óttar teldi að gögnin sem Helgi Seljan hafi undir höndum hafi komið? Og af hverju þetta væri að gerast núna? „Þessi meinti leki? Jámm, það sem keyrir þetta í gang er að fyrir nokkrum vikum kærði ég héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með störfum með lögreglu. Ég sagði að þeir væru vanhæfir til að rannsaka mig í þessu svokallaða Namibíumáli.“ Namibíumálið varðar rannsókn héraðssaksóknara og yfirvalda í Namibíu á meintum múturgreiðslum íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins til háttsettra embættismanna í Afríkuríkinu. Rannsóknin hefur staðið í á sjötta ár. Eiginlega viss um að gögnin komi frá „sérstökum“ Jón Óttar sagðist hafa verið gerður að sakborningi í málinu 2021 en sætti sig ekki við að rannsóknin væri innt af hendi Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara og áður sérstakur saksóknari. Jón Óttar sagði embættið vanhæft vegna þess að það hefði rannsakað sig á sínum tíma, hann þá samstarfsmaður þeirra. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. „Þegar hann var kominn í vesen með það þá vissi ég að það myndi koma eitthvað svona,“ segir Jón Óttar og vísar til Kveiksþáttarins. Frosti spyr Jón Óttar hvort hann telji að umrædd gögn séu komin frá ríkissaksóknara? „Já, ég er eiginlega alveg viss um það. Það er eiginlega ómögulegt annað. Og þú metur það þegar ég hef sagt alla söguna.“ Hleranirnar voru spilaðar í hátölurum á skrifstofu sérstaks Jón Óttar fer svo yfir feril sinn hjá Sérstökum saksóknara í alllöngu máli. Hann og félagi hans Guðmundur Haukur Gunnarsson, sem dó eftir erfið veikindi, störfuðu hjá embætti Sérstaks saksóknara. Þá í samvinnu við Hólmstein Gauta Sigurðsson saksóknara en yfirmaður þeirra hafi verið Grímur Grímsson, nú alþingismaður fyrir Viðreisn. Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) hér með Hólmsteini Gauta Sigurðssyni saksóknara fyrir dómi. Andrúmsloftið í samfélaginu hafi verið sérstakt og þeir stundað hleranir af kappi. Öllum hafi verið fullkunnugt um það. Hleranir hafi verið spilaðar af hátölurum og eina skiptið sem Ólafur Þór gerði athugasemd við það var þegar hópur manna stóð hjá og hló að því sem fram fór. En þú telur að „lekinn“ hafi komið frá sérstökum saksóknara? „Já, það er ýmislegt sem bendir til þess og við komumst smátt og smátt að því.“ Þeir hafi svo, af ýmsum ástæðum, stofnað PPP og en voru áfram með aðstöðu hjá Sérstökum saksóknara. „Við vorum að vinna fyrir Ólaf sjálfan og þetta vissu allir, þetta var fyrir opnum tjöldum. Og ekkert leyndarmál. Tölvumaðurinn sem vann fyrir PPP var Heiðar Þór Guðnason aðaltölvumaðurinn hjá Sérstökum saksóknara. IT gaur. Hann sá ekki bara um tölvukerfið heldur gögnin.“ Heiðar Þór hafði aðgang að öllum tölvum Jón Óttar segir Heiðar Þór hafa verið aðaltæknimanninn í þessu Clarwell-tölvukerfi sem allir hafi notað til að rannsaka tölvupósta. Hann hafi séð um öll þau gögn og það sem meira var, hann hafði aðgengi að öllum tölvum. „Ólafur hefði getað labbað á inniskónum inn til hans og spurt hvað strákarnir væru að gera? Hann komst inn á desktoppið mitt. Ef eitthvað var að þá loggaði hann sig bara inn. Hann sá um alla serverana, hann sá um öll gögnin.“ Það geri hann raunar enn. Árið 2012 hafi komið að því að Jón Óttar og Guðmundur voru kærðir fyrir að stela gögnum. Jón Óttar telur að þá hafi embætti Sérstaks saksóknara verið komið í vandræði og það hafi einfaldlega verið ákveðið að henda þeim undir rútuna. „Einhvern veginn þurfti að leysa þetta. Ólafur og kerfið tækju þetta á sig eða ég og Gummi. Einfalt reikningsdæmi fyrir þá.“ Kæra á hendur PPP felld niður Jón Óttar telur lið í því samningurinn sem hann og þeir hjá PPP gerðu við Ólaf Þór, sem var rangt dagsettur. PPP hafi byrjað að starfa sem verktakar fyrir sérstakan í ársbyrjun 2012. Í mars hafi Ólafur Þór viljað ganga frá formlegum verktakasamningi við PPP en farið þess á leit að sá samningur yrði dagsettur aftur í tímann, til áramóta. Jón Óttar telur að Ólafur hafi verið búinn að ákveða að kæra þá Guðmund Hauk áður en skrifað var undir samninginn. Málið var fellt niður í febrúar 2013 og ber Jón Óttar mikið lof á Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Hún hafi rannsakað málið og séð hvað klukkan sló. Staðið í fæturnar. Hann gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á að rannsókn ríkissaksóknara hafi verið áfátt. „Hún rannsakaði alveg nóg,“ segir Jón Óttar. „Málið var fellt niður því þeir kæra okkur fyrir að rannsaka Milestone án heimildar. Og við gátum sýnt fram á annað.“ Jón Óttar segir einnig frá því þegar hann fór að starfa fyrir Samherja. Árið 2021 hafi verið honum erfitt og hann hafið störf á frystitogara. „Ég fór í gegnum erfiða tíma og var á hraðleið með að eyðileggja allt í mínu lífi, verð mjög þunglyndur og fer á sjóinn.“ Hann segir að haustið 2021 hafi hann komið í bæinn eftir fyrsta túrinn og þá hafi löggan í Reykjavík beðið hans og vildi færa í yfirheyrslu. Þá hafi honum verið tilkynnt að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið búinn að kæra hann fyrir að vera eltihrellir. Helgi var hluti af teymi Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Jón Óttar starfaði fyrir Samherja í Afríkuríkinu. Lætur geyma samskiptin við Helga í vottaðri geymslu „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Helgi myndi reyna eitthvað svona. Við vorum búnir að vera í samskiptum frá 2019 og hann leit á mig sem sakborning í því máli, hann var mjög investeraður í því máli og fljótlega eftir að það kemur upp, hefur hann samband við mig og vill hittast á þessu kaffihúsi á Skólavörðustíg. Þó hann segi í dag að ég hafi alltaf verið að koma þarna og elta hann.“ Jón Óttar segir Helga hafa verið eitthvað skrítinn í sinn garð strax 2020 og hann hafi talið sig verða að passa sig á honum. Hann lét því sérstaklega geyma öll þeirra SMS-samskipti. „Geymd í vottaðri skjalageymslu. Þegar ég frétti að hann væri búinn að kæra mig hringi ég í lögmennina sem voru að geyma þetta, þeir koma með mér í yfirheyrsluna. Þeir segja að Helgi hafi afhent símann sinn, og þeir tekið rafrænt afrit af honum. Ég horfði bara á þetta og sagði: Þarna vantar alveg fullt. Sem betur fer er ég með það sem uppá vantar og þá fóru að renna tvær grímur á menn. Hann var alltaf að reyna að ná sambandi við mig.“ Vinir Helga framið ljúgvitni Jón Óttar segir einhverja einstaklinga, vini Helga, hafa framið ljúgvitni með því að segja Jón Óttar hafa verið fyrir utan kaffihús í september. Hann hafi þá verið nýkominn af sjónum og þetta fengi ekki staðist. Málið var fellt niður. Frosti spyr Jón Óttar enn út í það hvaðan hann telji gögnin sem Helgi Seljan vann upp úr vera komin? Jón Óttar segir þetta gögn sem hafi verið í umferð út um allan bæ fyrir einum og hálfum áratug. Siggi hakkari hafi tekið sig til og dreift þeim út um allan bæ. Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) voru starfsmenn sérstaks saksóknara. Á milli þeirra situr Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari. Sigurður Ingi Þórðarson, svonefndur Siggi hakkari, hefur sent fréttastofu póst þar sem hann heldur því fram að hann hafi komist yfir þessi gögn á sínum tíma. Sigurður segist í samtali við fréttastofu hafa komið gögnunum á þá Jón Óttar, Guðmund Hauk og Grím Grímsson sumarið 2009. Raunar miklu fleiri, fjölmarga fréttamenn - þeirra á meðal Helga Seljan. Kveikur birti líka gögn sem voru kynningar PPP á þjónustu sinni sem fyrirtækið bauð meðal annars tryggingafélaginu Sjóvá til að berjast við tryggingasvindl. Forstjóri Sjóvá tjáði fréttastofu í gær að fyrirtækið hefði hafnað þjónustu PPP að loknum kynningarfundinum. „Það sem er sérstakt er, hvaðan koma þessi gögn sem eru klárlega úr tölvunni hans Gumma? Eftir að búið er að kæra okkur, gögn frá 2012, hvaðan koma þessi gögn? Ég veit að tölvan hans Gumma, mín hefur ekki verið til í þessum heimi í meira en áratug. Tölvan hans Gumma ekki verið hreyfð í meira en áratug.“ Eini möguleikinn að gögnin komi frá sérstökum sjálfum Jón Óttar telur af og frá að lekinn hafi komið úr þeirri tölvu. Og Helgi Seljan hafi trauðla þolinmæði til að sitja á gögnunum í meira en áratug. „Þannig að eina sem kemur til greina er að þegar við erum síðan kærðir, 2012, og málið fellt niður 1. febrúar 2013, þá er Heiðar Þór Guðnason tölvumaðurinn hjá héraðssaksóknara, og er enn í dag yfirmaður allra tölvurannsókna á Íslandi í svona flóknum málum - hann er enn með „remote control“ inn í tölvuna.“ Jón Óttar segir Heiðar ekki bara hafa verið tölvumann hjá PPP heldur Sérstökum saksóknara, hann hafi verið tölvumaður hjá slitastjórn Glitnis sem og öðrum embættum ríkisins. Allt frá sæti sínu hjá Sérstökum. Heiðar hefur náð í þessi gögn 2012 og 2013? „Ég get ekki fullyrt það, ég sá hann ekki gera það, en þetta er eini möguleikinn.“ Heiðar Þór yfir öllu tölvukerfinu Jón Óttar telur þetta kunnugleg vinnubrögð. Ólafur Þór afhendi gögn þegar hann þurfi á því að halda. Hann hafi frétt af kvörtun Jóns Óttars til nefndar með störfum lögreglunnar í mars á þessu ári. „Hún er núna komin til ríkissaksóknara. Nú er hún orðin vandamál fyrir þá. Núna er Namibíumálið í sjálfu sér í einhverju uppnámi. Og þá er hann að fara að leysa þetta á sama hátt. Jón Óttar fór í rúmlega klukkustundar viðtal til Frosta Logasonar þar sem hann fór gaumgæfilega yfir þau mál sem hafa verið efst á baugi undanfarna daga og vikur; frétt Helga Seljan af njósnum hans og fyrirtækis hans PPP. Alveg eins og þegar hann reyndi að leysa þetta 2012. Þá bjó hann til þennan samning og það allt saman. Núna finnur hann einhver gögn. Ég verð að segja það líka, þegar þú horfir á viðtal Helga og Ólafs Þórs (innsk: í Kveiksþættinum), þá er þetta eins og æskuvinir séu að hittast. Og þetta kemur Ólafi algjörlega í opna skjöldu.“ Ólafur Þór hafi ekki verið spurður neinna gagnrýnna spurninga og hann látið eins og allt kæmi sér í opna skjöldu. „Það var ekkert utanumhald hjá sértökum 2012. Sem einna best sést á því að Heiðar Þór hefur enn aðgang að þessu. Og hann er enn að dæla gögnum meðal annars niður til Namibíu. Sem ég á eftir að koma betur inn á. Það er enn verið að senda gömul gögn til að koma mönnum þar í vandræði, og ég mun útskýra þetta betur á seinni stigum, ég þarf að athuga og staðfesta fleiri hluti.“ Síðasta mál sérstaks verði sérstakur sjálfur Jón Óttar er spurður hvað honum finnist um þær raddir sem krefjast þess að Ólafur Þór segi af sér. Hann segist enga skoðun hafa á því, hann sé ekki dómari hvorki í þessu máli né öðrum. Hann sér eftir því að hafa verið að njósna, þar á meðal fyrir Björgólf Thor Björgólfsson ríkasta mann landsins, og segir að ef hann myndi rekast á þá sem hann njósnaði um myndi hann biðja viðkomandi afsökunar undanbragðalaust. „Það er ekki flókið. Bara að við höfum farið inná þessa braut á þeim tíma, því miður gerðist það. Ég get ekki afsakað það með einu né neinu.“ Hann minnir þó á að PPP hafi ekki verið einstakt fyrirtæki. Sambærileg erlend fyrirtæki á borð við Kroll hafi unnið fyrir slitastjórnir. Jón Óttar, sem er doktor í afbrotafræði, segir vonlítið að hann starfi aftur á þessu sviði. En þannig æxlist stundum hlutirnir og hann sé ekki fórnarlamb. Hann fari örugglega aftur á sjóinn eða taki upp þráðinn við skriftir. Og hann segist ekki vera að segja neitt nýtt, hann hafi haldið þessu sama fram lengi en enginn viljað hlusta. „Ég hef sagt þetta oft áður. Eins og við Gummi sögðum stundum þegar við vorum hjá Sérstökum: Það skyldi þó aldrei verða að síðasta mál sérstaks verði sérstakur sjálfur.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7. maí 2025 15:19 Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42
Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7. maí 2025 15:19
Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23