Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. maí 2025 21:13 KAJ-menn segja að næsta lag þeirra fjalli um hið íslenska gufubað. Vísir/Bjarki Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin. Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Sjá meira
Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin.
Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Sjá meira