Eliza Reid efst á bóksölulistanum Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2025 15:13 Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú, trónir á toppi bóksölulistans fyrir aprílmánuð með bók sína Diplómati deyr. vísir/Egill Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. „Eliza Reid verður eflaust kát með dauða diplómatann og fyllir út í hvaða ramma sem er, ein og sér. Annars má nefna að þetta sé árstími þýddra skáldverka eins og listinn ber með sér. Af 20 mest seldu bókum síðasta mánaðar eru aðeins tvær frumsamdar bækur, skáldsagan Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur og barnabókin Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Gagu,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Listinn skartar fjölbreyttum skáldverkum og glæpasögur eru svolítið minna áberandi en oft áður. „Fiðrildaherbergið eftir höfund systrabókanna vinsælu, Lucindu Riley er í öðru sæti. Þá er Claire Keegan sem sótti nýafstaðna Bókmenntahátíð og fyllti þar tvo viðburði út úr dyrum er í níunda sætimeð bók sína Seint og um síðir. Þarna er líka franski Nóbelsverðlaunahafinn Annie Ernaux með Atburðurinn auk fjölda annarra þýddra verka sem lesendur munu án efa kynna sér á eigin spýtur.“ Bryndís vill að endingu nefna að hún er afar kát með að nýútkomna barnabók, Týr eftir Juliu Donaldsson, höfund hinna geysivinsælu Greppiklóarbóka með myndum Axels Schefflers. Annars lítur bóksölulistinn svona út: Bóksölulistinn í apríl 2025 Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir Handbók fyrir ofurhetjur 10 : Allir ljúga - Elias & Agnes Vahlun, þýð. Ingunn Snædal Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir Sögur á sveimi - Ann Cleeves, þýð. Ragnar Hauksson Spæjarastofa Lalla og Maju : Hjólaráðgátan - Martin Widmark, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir Skilnaðurinn - Moa Herngren, þýð. Sigurður Þór Salvarsson Millileikur - Sally Rooney, þýð. Bjarni Jónsson Seint og um síðir - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Aldrei, Aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Sólskinsdagar og sjávargola - Carole Matthews, þýð. Anna María Hilmarsdóttir Árstíðarverur - Diljá Hvannberg Gagu, myndir Linn Janssen Týr - Julia Donaldson, þýð. Sigríður Ásta Árnadóttir Þegar ástin deyr - Clare Swatman, þýð. Illugi Jökulsson Kúnstpása - Sæunn Gísladóttir Atburðurinn - Annie Ernaux, þýð. Þórhildur Ólafsdóttir Nýtt líf - Danielle Steel, þýð. Snjólaug Bragadóttir Rauðhetta : glæpasaga - Unni Lindell, þýð. Snjólaug Bragadóttir Mírabella brýtur reglurnar - Harriet Muncaster, þýð. Ingunn Snædal Skipið úr Ísfirði - Nina von Staffeldt, þýð. Lára Sigurðardóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Eliza Reid verður eflaust kát með dauða diplómatann og fyllir út í hvaða ramma sem er, ein og sér. Annars má nefna að þetta sé árstími þýddra skáldverka eins og listinn ber með sér. Af 20 mest seldu bókum síðasta mánaðar eru aðeins tvær frumsamdar bækur, skáldsagan Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur og barnabókin Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Gagu,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Listinn skartar fjölbreyttum skáldverkum og glæpasögur eru svolítið minna áberandi en oft áður. „Fiðrildaherbergið eftir höfund systrabókanna vinsælu, Lucindu Riley er í öðru sæti. Þá er Claire Keegan sem sótti nýafstaðna Bókmenntahátíð og fyllti þar tvo viðburði út úr dyrum er í níunda sætimeð bók sína Seint og um síðir. Þarna er líka franski Nóbelsverðlaunahafinn Annie Ernaux með Atburðurinn auk fjölda annarra þýddra verka sem lesendur munu án efa kynna sér á eigin spýtur.“ Bryndís vill að endingu nefna að hún er afar kát með að nýútkomna barnabók, Týr eftir Juliu Donaldsson, höfund hinna geysivinsælu Greppiklóarbóka með myndum Axels Schefflers. Annars lítur bóksölulistinn svona út: Bóksölulistinn í apríl 2025 Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir Handbók fyrir ofurhetjur 10 : Allir ljúga - Elias & Agnes Vahlun, þýð. Ingunn Snædal Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir Sögur á sveimi - Ann Cleeves, þýð. Ragnar Hauksson Spæjarastofa Lalla og Maju : Hjólaráðgátan - Martin Widmark, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir Skilnaðurinn - Moa Herngren, þýð. Sigurður Þór Salvarsson Millileikur - Sally Rooney, þýð. Bjarni Jónsson Seint og um síðir - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Aldrei, Aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Sólskinsdagar og sjávargola - Carole Matthews, þýð. Anna María Hilmarsdóttir Árstíðarverur - Diljá Hvannberg Gagu, myndir Linn Janssen Týr - Julia Donaldson, þýð. Sigríður Ásta Árnadóttir Þegar ástin deyr - Clare Swatman, þýð. Illugi Jökulsson Kúnstpása - Sæunn Gísladóttir Atburðurinn - Annie Ernaux, þýð. Þórhildur Ólafsdóttir Nýtt líf - Danielle Steel, þýð. Snjólaug Bragadóttir Rauðhetta : glæpasaga - Unni Lindell, þýð. Snjólaug Bragadóttir Mírabella brýtur reglurnar - Harriet Muncaster, þýð. Ingunn Snædal Skipið úr Ísfirði - Nina von Staffeldt, þýð. Lára Sigurðardóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira