Steinunn, ein af fremstu handknattleikskonum landsins síðustu fimmtán ár, tilkynnti nýlega að hún hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún hefur leikið allan sinn feril með Fram og lék síðast með landsliðinu gegn Ísrael í umspili fyrir HM í apríl.
Steinunn á 58 landsleiki að baki og tók þátt í EM 2024. Hún varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Fram og var valin handknattleikskona ársins hjá HSÍ árið 2020. Hún er einnig ólétt af þriðja barni sínu.
Íbúð Steinunnar og Vilhjálms er 145 fermetrar að stærð, þar af 20,9 fermetra bílskúr. Húsið var byggt árið 1965 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni.
Íbúðin er með björt og rúmgóð, og skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, eitt baðherbergi, þvottahús.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






