Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 18:35 Baltasar Kormákur hefur sjálfur mikið undir enda aðstandandi eins stærsta kvikmyndavers í Evrópu, nefnilega kvimyndaver RVK Studios í Gufunes. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum. „Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Donald Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Hann segist hafa falið embættismönnum í viðskiptaráðuneyti sínu að útfæra álagninguna vegna þess að bandarískur kvikmyndaiðnaður væri að niðurlotum kominn. Trump kenndi samstilltu átaki annara ríkja sem bjóða upp á fjárhagslega hvata til að laða til sín kvikmyndagerðarmenn og -ver um hrun Hollywood. Þau væru „þjóðaröryggisógn.“ Líkt og fjallað hefur verið um liggur ekki fyrir hvernig slík álagning yrði útfærð. Erfitt sé að skilgreina bandaríska bíómynd og óljóst hvernig fara ætti að því að tolla kvikmyndir sem eingöngu eru sýndar í kvikmyndahúsum eða þær sem eingöngu eru sýndar á streymisveitum. Óvissan óvinur framkvæmda Sjálfur var Baltasar tiltölulega nýkominn til Los Angeles og kveðst hafa heyrt af fyrirætlunum Bandaríkjaforseta þegar smáskilaboð frá íslenskum blaðamönnum fóru að hrannast inn. Hann segir það þó blasa við að þetta sé mikið áhyggjuefni. Hann segir framleiðslufyrirtæki og kvikmyndaver hafa orðið alþjóðlegri með árunum. Áskrifendur að streymisveitum séu talsvert fleiri utan Bandaríkjanna en innan þeirra og það sama er uppi á teningnum með miðasölu í kvikmyndahúsum. „Ég held að þetta sé gert til að fá störf hingað aftur og snúa við tímavélinni sem er ansi erfitt. Það eina sem ég sé fyrir mér er að þetta muni hafa verstu áhrifin á Bandaríkin,“ segir Baltasar. Hefurðu áhyggjur? „Að sjálfsögðu. Það er óvissan sem er verst. Óvissan er helsti óvinur framtakssemi og framkvæmda og hægir á allri ákvarðanatöku,“ segir Baltasar Hann segir að lítið sé hægt að vita um hvaða áhrif þetta hafi, verði eitthvað af þessum ætlunum yfirhöfuð. „Ég sé ekki hvernig þetta mun ganga upp nema í einhverju róstri og hamagangi, að maður þurfi að fara á hnén og biðjast vægðar. Ég sé ekki að mikið annað sé að fara að koma út úr þessu,“ segir hann. Kvikmyndaver eigi ekki fyrir tvöföldun kostnaðar Baltasar segir ýmsar ástæður fyrir því að kvikmyndagerðarmenn hafi leitað út fyrir Bandaríkin í auknum mæli undanfarin ár og áratugi. Bæði sé það vegna aukinna krafa um að umheimurinn sé sýndur í réttu ljósi og tekur hann dæmi um kvikmyndina Iceland sem kom út á hernámsárunum og þótti gefa svo skakka mynd af landi og þjóð að stjórnvöld kvörtuðu sáran undan henni við Bandaríkjastjórn. Þar að auki sé einnig einfaldlega dýrt að taka í Bandaríkjunum. Fari stjórnvöld að gera auknar kröfur um að meira og meira af framleiðslunni fari fram þar í landi hækki það kostnað við framleiðslu umtalsvert. Hann spáir því að verði hundrað prósent tollur óbreyttur að veruleika sé ekki langt í að kvikmyndaverin byrji að fara á hausinn, hvert á fætur öðru. „Þetta er svona eins og reiður, fullur pabbi að segja að hann ætli að hætta við jólinn. Þetta hljómar svolítið svoleiðis fyrir mér,“ segir Baltasar. „Það veit enginn neitt“ Hann segir að allt ætli um koll að keyra á skrifstofum stóru, gömlu kvikmyndaveranna í Hollywood. Nógu erfiður hafi reksturinn verið fyrir svona beint í kjölfar heimsfaraldurs og umfangsmesta verkfalls verkafólks í kvikmyndaiðnaðinum síðari ára. Kvikmyndaframleiðendur geti einfaldlega ekki tvöfaldað kostnaðinn við kvikmyndagerð. Baltasar segist ekki hafa haft tækifæri til að ræða við kollega sína, enda er morgunn í Kaliforníu. Hann sjái þó ekki fram á að það muni vera mjög upplýsandi. „Ég mun væntanlega fá skýrari mynd á viðbrögð fólks en ég held bara að það viti ekkert meira en ég. Ég held að þau séu bara að hlaupa með kaffibollana sína á milli skrifstofa að reyna að finna út úr því á hverju þau eigi von. Það veit enginn neitt.“ Bíó og sjónvarp Bandaríkin Skattar og tollar Donald Trump Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Donald Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Hann segist hafa falið embættismönnum í viðskiptaráðuneyti sínu að útfæra álagninguna vegna þess að bandarískur kvikmyndaiðnaður væri að niðurlotum kominn. Trump kenndi samstilltu átaki annara ríkja sem bjóða upp á fjárhagslega hvata til að laða til sín kvikmyndagerðarmenn og -ver um hrun Hollywood. Þau væru „þjóðaröryggisógn.“ Líkt og fjallað hefur verið um liggur ekki fyrir hvernig slík álagning yrði útfærð. Erfitt sé að skilgreina bandaríska bíómynd og óljóst hvernig fara ætti að því að tolla kvikmyndir sem eingöngu eru sýndar í kvikmyndahúsum eða þær sem eingöngu eru sýndar á streymisveitum. Óvissan óvinur framkvæmda Sjálfur var Baltasar tiltölulega nýkominn til Los Angeles og kveðst hafa heyrt af fyrirætlunum Bandaríkjaforseta þegar smáskilaboð frá íslenskum blaðamönnum fóru að hrannast inn. Hann segir það þó blasa við að þetta sé mikið áhyggjuefni. Hann segir framleiðslufyrirtæki og kvikmyndaver hafa orðið alþjóðlegri með árunum. Áskrifendur að streymisveitum séu talsvert fleiri utan Bandaríkjanna en innan þeirra og það sama er uppi á teningnum með miðasölu í kvikmyndahúsum. „Ég held að þetta sé gert til að fá störf hingað aftur og snúa við tímavélinni sem er ansi erfitt. Það eina sem ég sé fyrir mér er að þetta muni hafa verstu áhrifin á Bandaríkin,“ segir Baltasar. Hefurðu áhyggjur? „Að sjálfsögðu. Það er óvissan sem er verst. Óvissan er helsti óvinur framtakssemi og framkvæmda og hægir á allri ákvarðanatöku,“ segir Baltasar Hann segir að lítið sé hægt að vita um hvaða áhrif þetta hafi, verði eitthvað af þessum ætlunum yfirhöfuð. „Ég sé ekki hvernig þetta mun ganga upp nema í einhverju róstri og hamagangi, að maður þurfi að fara á hnén og biðjast vægðar. Ég sé ekki að mikið annað sé að fara að koma út úr þessu,“ segir hann. Kvikmyndaver eigi ekki fyrir tvöföldun kostnaðar Baltasar segir ýmsar ástæður fyrir því að kvikmyndagerðarmenn hafi leitað út fyrir Bandaríkin í auknum mæli undanfarin ár og áratugi. Bæði sé það vegna aukinna krafa um að umheimurinn sé sýndur í réttu ljósi og tekur hann dæmi um kvikmyndina Iceland sem kom út á hernámsárunum og þótti gefa svo skakka mynd af landi og þjóð að stjórnvöld kvörtuðu sáran undan henni við Bandaríkjastjórn. Þar að auki sé einnig einfaldlega dýrt að taka í Bandaríkjunum. Fari stjórnvöld að gera auknar kröfur um að meira og meira af framleiðslunni fari fram þar í landi hækki það kostnað við framleiðslu umtalsvert. Hann spáir því að verði hundrað prósent tollur óbreyttur að veruleika sé ekki langt í að kvikmyndaverin byrji að fara á hausinn, hvert á fætur öðru. „Þetta er svona eins og reiður, fullur pabbi að segja að hann ætli að hætta við jólinn. Þetta hljómar svolítið svoleiðis fyrir mér,“ segir Baltasar. „Það veit enginn neitt“ Hann segir að allt ætli um koll að keyra á skrifstofum stóru, gömlu kvikmyndaveranna í Hollywood. Nógu erfiður hafi reksturinn verið fyrir svona beint í kjölfar heimsfaraldurs og umfangsmesta verkfalls verkafólks í kvikmyndaiðnaðinum síðari ára. Kvikmyndaframleiðendur geti einfaldlega ekki tvöfaldað kostnaðinn við kvikmyndagerð. Baltasar segist ekki hafa haft tækifæri til að ræða við kollega sína, enda er morgunn í Kaliforníu. Hann sjái þó ekki fram á að það muni vera mjög upplýsandi. „Ég mun væntanlega fá skýrari mynd á viðbrögð fólks en ég held bara að það viti ekkert meira en ég. Ég held að þau séu bara að hlaupa með kaffibollana sína á milli skrifstofa að reyna að finna út úr því á hverju þau eigi von. Það veit enginn neitt.“
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Skattar og tollar Donald Trump Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp