Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2025 07:01 Urður Óliversdóttir, eða Undur, er fimmtán ára gömul og var að senda frá sér plötu. Aðsend „Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar. „Foreldrar mínir gefa mér alveg frið þegar ég fer í svona flæði, þá vaki ég kannski fram eftir nóttu og skapa tónlist í mínum eigin heimi og mæti svo inn í svefnherbergi til þeirra klukkan þrjú að nóttu, alsæl og tilkynni þeim að ég sé búin,“ segir Urður kímin. Breiðskífan heitir 12-15 sem er viðeigandi því Urður samdi öll lögin plötunnar á aldrinum tólf til fimmtán ára. Lögin streymdu út í erfiðleikunum „Ég nota tónlistina til að tjá tilfinningar mínar og vinna úr erfiðum hlutum,“ segir Urður en hún er óhrædd við að skrifa stundum að hennar sögn drungalega texta sem fjalla um flókin samskipti, vanlíðan og fleira. „Þetta eru alls kyns tilfinningar sem unglingar upplifa oft. Ég fór í gegnum rosalega erfitt tímabil, flutti frá Ísafirði til Reykjavíkur, og við fjölskyldan þurftum að búa í tveimur landshlutum um tíma. Ég byrjaði í nýjum skóla og þurfti að kynnast nýju fólki, læra á borgina og það sem henni fylgir,“ segir Urður og bætir við: „Og á þessu tímabili hreinlega bunuðust frá mér lögin.“ Grunnskólaútskrift og útgáfutónleikaplan Urður semur lögin sín á gítar og í gegnum tónlistarforritin Garageband og Logic. Eftir að hafa setið fyrirlestra um útgáfu tónlistar fann Urður að hana langaði til að gefa lögin út. Hún hafði samband við frænda sinn, Kára Örvarsson, sem er með stúdíó og hann aðstoðaði hana við að pródúsera lögin. Urður skrifar texta sem fjalla meðal annars um erfiðar tilfinningar.Aðsend „Svo fórum við mamma á fyrirlestur um hvernig maður gefur sjálfur út sína tónlist og ég dreif bara í þessu, ferlið er samt búið að taka marga mánuði.“ Urður keppti í Músíktilraunum bæði í ár og í fyrra og fékk virkilega góð viðbrögð en hún fékk sömuleiðis verðlaun fyrir íslenska texta. Það er enginn vafi á að hér sé um að ræða tónlistarkonu sem verður spennandi að fylgjast með. Næsta mál á dagskrá segir Urður hins vegar að sé að útskrifast úr grunnskóla og velja menntaskóla. Hún sé þó hvergi nærri hætt í tónlistinni og er með mörg járn í eldinum. Ég er búin að læra hvernig maður gefur út plötu en nú þarf ég finna út hvernig best er að halda útgáfutónleika og finna stað fyrir þá, “segir hún hlæjandi að lokum. Tónlist Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Foreldrar mínir gefa mér alveg frið þegar ég fer í svona flæði, þá vaki ég kannski fram eftir nóttu og skapa tónlist í mínum eigin heimi og mæti svo inn í svefnherbergi til þeirra klukkan þrjú að nóttu, alsæl og tilkynni þeim að ég sé búin,“ segir Urður kímin. Breiðskífan heitir 12-15 sem er viðeigandi því Urður samdi öll lögin plötunnar á aldrinum tólf til fimmtán ára. Lögin streymdu út í erfiðleikunum „Ég nota tónlistina til að tjá tilfinningar mínar og vinna úr erfiðum hlutum,“ segir Urður en hún er óhrædd við að skrifa stundum að hennar sögn drungalega texta sem fjalla um flókin samskipti, vanlíðan og fleira. „Þetta eru alls kyns tilfinningar sem unglingar upplifa oft. Ég fór í gegnum rosalega erfitt tímabil, flutti frá Ísafirði til Reykjavíkur, og við fjölskyldan þurftum að búa í tveimur landshlutum um tíma. Ég byrjaði í nýjum skóla og þurfti að kynnast nýju fólki, læra á borgina og það sem henni fylgir,“ segir Urður og bætir við: „Og á þessu tímabili hreinlega bunuðust frá mér lögin.“ Grunnskólaútskrift og útgáfutónleikaplan Urður semur lögin sín á gítar og í gegnum tónlistarforritin Garageband og Logic. Eftir að hafa setið fyrirlestra um útgáfu tónlistar fann Urður að hana langaði til að gefa lögin út. Hún hafði samband við frænda sinn, Kára Örvarsson, sem er með stúdíó og hann aðstoðaði hana við að pródúsera lögin. Urður skrifar texta sem fjalla meðal annars um erfiðar tilfinningar.Aðsend „Svo fórum við mamma á fyrirlestur um hvernig maður gefur sjálfur út sína tónlist og ég dreif bara í þessu, ferlið er samt búið að taka marga mánuði.“ Urður keppti í Músíktilraunum bæði í ár og í fyrra og fékk virkilega góð viðbrögð en hún fékk sömuleiðis verðlaun fyrir íslenska texta. Það er enginn vafi á að hér sé um að ræða tónlistarkonu sem verður spennandi að fylgjast með. Næsta mál á dagskrá segir Urður hins vegar að sé að útskrifast úr grunnskóla og velja menntaskóla. Hún sé þó hvergi nærri hætt í tónlistinni og er með mörg járn í eldinum. Ég er búin að læra hvernig maður gefur út plötu en nú þarf ég finna út hvernig best er að halda útgáfutónleika og finna stað fyrir þá, “segir hún hlæjandi að lokum.
Tónlist Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira