Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 20:25 Arngunnur Ýr Gylfadóttir hlaut nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar á síðasta degir vetrar. REC media Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira