Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. apríl 2025 16:15 Verðlaunin voru veit við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis, á síðasta vetrardegi. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki frumsamins efnis fyrir bókina Mamma sandkaka, Rán Flygenring hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga fyrir bókina Tjörnin, Elías Rúni og Mars Proppé hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýðinga fyrir bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe. Þá segir í tilkynningunni að verðlaunin eigi sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu en þau voru fyrst veitt sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður, Arngrímur Vídalín og Bergrún Adda Pálsdóttir. Umsagnir dómnefndar Í umsögn dómnefndar um bókina Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur segir: „Lóa Hjálmtýsdóttir er enginn nýgræðingur í því að sprengja fólk á öllum aldri úr hlátri og Mamma sandkaka er þar engin undantekning. Bókin er sjálfstætt framhald af Mamma kaka, sem er afskaplega fyndin bók, en hér gengur Lóa jafnvel lengra í húmornum. Hér ríkir eintóm gleði og foreldrar fá talsvert fyrir sinn snúð á sama tíma og börnin.“ Umsögn dómnefndar um bókina Tjörnin eftir Rán Flygenring segir: „Í Tjörninni sjáum við sannkallað ævintýri í garðinum þar sem er svo svakalega margt í gangi. Við hvern lestur þá sýna myndirnar okkur eitthvað nýtt og á sama tíma gefa þær sögunni svo mikla dýpt. Teikningarnar flæða, raðast í röð, fylla upp í rýmið og stundum geta þær meira að segja stöðvað tímann. Rán hefur hér gefið okkur kunnuglegan en jafnframt ævintýralegan heim.“ Umsögn dómnefndar um bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe, þýðing: Elías Rúni og Mars Proppé segir: „Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáldsöguna Kynsegin, sjálfsævisögu þar sem Maia Kobabe segir frá því hvernig hán fann sjálft sig eftir margra ára sjálfsefa og óvissu. Þessi teiknimyndasaga er listilega gert verk um mikilvægt málefni og hefur án efa verið áskorun fyrir þýðendurna tvo sem leystu ýmiss konar vandamál af lagni og virðingu fyrir efninu.“ Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum líkt og öðrum bókmenntaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Menning Bókaútgáfa Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki frumsamins efnis fyrir bókina Mamma sandkaka, Rán Flygenring hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga fyrir bókina Tjörnin, Elías Rúni og Mars Proppé hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýðinga fyrir bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe. Þá segir í tilkynningunni að verðlaunin eigi sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu en þau voru fyrst veitt sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður, Arngrímur Vídalín og Bergrún Adda Pálsdóttir. Umsagnir dómnefndar Í umsögn dómnefndar um bókina Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur segir: „Lóa Hjálmtýsdóttir er enginn nýgræðingur í því að sprengja fólk á öllum aldri úr hlátri og Mamma sandkaka er þar engin undantekning. Bókin er sjálfstætt framhald af Mamma kaka, sem er afskaplega fyndin bók, en hér gengur Lóa jafnvel lengra í húmornum. Hér ríkir eintóm gleði og foreldrar fá talsvert fyrir sinn snúð á sama tíma og börnin.“ Umsögn dómnefndar um bókina Tjörnin eftir Rán Flygenring segir: „Í Tjörninni sjáum við sannkallað ævintýri í garðinum þar sem er svo svakalega margt í gangi. Við hvern lestur þá sýna myndirnar okkur eitthvað nýtt og á sama tíma gefa þær sögunni svo mikla dýpt. Teikningarnar flæða, raðast í röð, fylla upp í rýmið og stundum geta þær meira að segja stöðvað tímann. Rán hefur hér gefið okkur kunnuglegan en jafnframt ævintýralegan heim.“ Umsögn dómnefndar um bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe, þýðing: Elías Rúni og Mars Proppé segir: „Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáldsöguna Kynsegin, sjálfsævisögu þar sem Maia Kobabe segir frá því hvernig hán fann sjálft sig eftir margra ára sjálfsefa og óvissu. Þessi teiknimyndasaga er listilega gert verk um mikilvægt málefni og hefur án efa verið áskorun fyrir þýðendurna tvo sem leystu ýmiss konar vandamál af lagni og virðingu fyrir efninu.“ Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum líkt og öðrum bókmenntaverðlaunum Reykjavíkurborgar.
Menning Bókaútgáfa Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira