Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 08:04 Herjólfur á siglingu við Klettsvík. Skipstjórinn varð ekki varir við skemmtiferðaskipið fyrr en við Klettsnef. Vísir/Vilhelm Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar. Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar.
Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira