Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 08:04 Herjólfur á siglingu við Klettsvík. Skipstjórinn varð ekki varir við skemmtiferðaskipið fyrr en við Klettsnef. Vísir/Vilhelm Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar. Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar.
Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira