Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. apríl 2025 23:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira