Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. apríl 2025 23:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira