Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 17:20 Margrét Tryggvadóttir segir Rithöfundasambandið nú skoða hvernig eigi að bregðast við stórfelldum bókaþjófnaði og höfundarréttarbrotum Meta. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, ræddi um stórfelldan bókaþjófnað stórfyrirtækisins Meta við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það eru tvær vikur síðan The Atlantic gerðu fréttaskýringu um að í dómsmáli höfunda sjónvarsphandrita gagnvart Meta hefðu komið fram ýmis samskipti og gögn sem sýndu fram á það að Meta hefði, í stað þess að semja um bókmenntatexta til þess að þjálfa gervigreindina, farið á torrent-síðu og náð í allt heila klabbið,“ sagði Margrét. Glæpur Meta sé í raun tvöfaldur. „Annars vegar að stela þarna á áttundu milljón bóka og 81 milljón fræðigreina“ og hins vegar „að keyra höfundarréttarvarið efni inn í risamálheildina sem þeir eru með til þess að kenna henni tungumál og hvernig tungumál virka,“ segir Margrét. Fullt af efni eftir íslenska höfunda Síðan sem Meta nýtti sér heitir LibGen og er safn texta sem búið er að safna saman ólöglega, ekki ósvipað og Piratebay eða aðrar ræningjasíður á netinu. Margrét sagði Íslendinga sem betur fer ekki hafa verið mikið í slíkum bókastuldi þó hugsanlega spili þar inn í hve aftarlega þjóðin er á merinni í rafbókavæðingu. „Í þessum gögnum kemur fram að það er algjörlega einbeittur brotavilji hjá Meta,“ segir Margrét. Helstu topparnir hafi gefið leyfi fyrir þessu til þess að geta sparað sér tíma og kostnað við að fá bækurnar löglega.„Manni finnst þetta fullkomlega siðblint,“ segir hún. „Við sjáum að íslenskir höfundar eiga fullt af efni þarna, sérstaklega okkar vinsælasta og flottasta fólk sem hefur verið þýtt á önnur tungumál. Það eru ekkert endilega mjög margar bækur á íslensku en mjög mikið á þessum málum sem hefur verið þýtt á, ensku og frönsku og allt það,“ segir Margrét. Skoða hvernig eigi að bregðast við Margrét segir Rithöfundasambandið nú vera að skoða í samstarfi við evrópsk höfundasamtök hvað sé hægt að gera á evrópskum grundvelli. Sambandið hafi beðið íslenska rithöfunda að skoða gagnagrunninn sem The Atlantic tók saman og taka skjáskot eigi þeir verk þar. Sambandið safni þeim svo saman. „Það sem flækir þetta svolítið er náttúrurlega að þetta er á heimsvísu og höfundarréttarlöggjöfin er allt öðruvísi í Evrópu en í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Maður stendur algjörlega óvarin gagnvart ofurefli. Rithöfundarsamband Íslands, við höfum ekkert bolmagn til þess að fara í málaferli við eitt stærsta og voldugasta fyrirtæki í heim. Við þurfum einhvern veginn að fljóta með öðrum,” segir Margrét. Margrét telur þó vera mun meira af fræðigreinum íslenskra höfunda inni á gagnagrunninum en skáldskap. Erfitt sé þó að segja til um hvað hafi verið gert nákvæmlega við textana. „Þetta snýr að Meta en við vitum líka að fleiri fyrirtæki hafa verið að gera þetta og nota bækur sem hafa farið þarna inn. Þegar Chat-GPT kom fyrst þá voru höfundar eins og Stephen King sem gátu beðið um fyrstu blaðsíðuna í ákveðnu verki og hún kom. En svo er búið að taka fyrir þetta þannig það er erfiðara að sjá hvað er þarna inni,“ segir Margrét. Gervigreindin sé gagnlegt verkfæri en Margrét segir að höfundum á Íslandi finnist gervigreind sem er þróuð á sköpunarverki höfunda gjarnan notuð til að þrengja að þeim. „Við sjáum það bara til dæmis hér á Íslandi að Storytel er með fullt af bókum sem eru þýddar af gervigreind. Þýðendur eru félagsmenn í Rithöfundasambandi Íslands og þeir fá þá bæði minni vinnu en líka miklu leiðinlegri vinnu því þeir eru frekar ráðnir til að lesa yfir. Allir sem hafa reynt það segja mér að það sé erfitt að lesa yfir því villurnar eru ekki lógískar,“ segir Margrét. Verið sé að nota texta höfunda til að útrýma vinnu þeirra. „Það er verið að reyna að þynna efnið sem kostar. Og Storytel hafa stært sig af því að vera tæknifyrirtæki og bjuggu til eina gervigreindarbók,“ segir Margrét. Þar hafi verið búinn til sérstakur gervigreindarhöfundur og haldið stórt útgáfupartý. „En svo fylgdi sögunni að það hefði þurft svo gríðarlega ritstjórn til að gera þetta að einhverju sem nokkur myndi hlusta á að það hefði verið mun ódýrara að fá einhvern til að semja bók,“ segir Margrét. Meta Gervigreind Bókmenntir Höfundar- og hugverkaréttur Storytel Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, ræddi um stórfelldan bókaþjófnað stórfyrirtækisins Meta við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það eru tvær vikur síðan The Atlantic gerðu fréttaskýringu um að í dómsmáli höfunda sjónvarsphandrita gagnvart Meta hefðu komið fram ýmis samskipti og gögn sem sýndu fram á það að Meta hefði, í stað þess að semja um bókmenntatexta til þess að þjálfa gervigreindina, farið á torrent-síðu og náð í allt heila klabbið,“ sagði Margrét. Glæpur Meta sé í raun tvöfaldur. „Annars vegar að stela þarna á áttundu milljón bóka og 81 milljón fræðigreina“ og hins vegar „að keyra höfundarréttarvarið efni inn í risamálheildina sem þeir eru með til þess að kenna henni tungumál og hvernig tungumál virka,“ segir Margrét. Fullt af efni eftir íslenska höfunda Síðan sem Meta nýtti sér heitir LibGen og er safn texta sem búið er að safna saman ólöglega, ekki ósvipað og Piratebay eða aðrar ræningjasíður á netinu. Margrét sagði Íslendinga sem betur fer ekki hafa verið mikið í slíkum bókastuldi þó hugsanlega spili þar inn í hve aftarlega þjóðin er á merinni í rafbókavæðingu. „Í þessum gögnum kemur fram að það er algjörlega einbeittur brotavilji hjá Meta,“ segir Margrét. Helstu topparnir hafi gefið leyfi fyrir þessu til þess að geta sparað sér tíma og kostnað við að fá bækurnar löglega.„Manni finnst þetta fullkomlega siðblint,“ segir hún. „Við sjáum að íslenskir höfundar eiga fullt af efni þarna, sérstaklega okkar vinsælasta og flottasta fólk sem hefur verið þýtt á önnur tungumál. Það eru ekkert endilega mjög margar bækur á íslensku en mjög mikið á þessum málum sem hefur verið þýtt á, ensku og frönsku og allt það,“ segir Margrét. Skoða hvernig eigi að bregðast við Margrét segir Rithöfundasambandið nú vera að skoða í samstarfi við evrópsk höfundasamtök hvað sé hægt að gera á evrópskum grundvelli. Sambandið hafi beðið íslenska rithöfunda að skoða gagnagrunninn sem The Atlantic tók saman og taka skjáskot eigi þeir verk þar. Sambandið safni þeim svo saman. „Það sem flækir þetta svolítið er náttúrurlega að þetta er á heimsvísu og höfundarréttarlöggjöfin er allt öðruvísi í Evrópu en í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Maður stendur algjörlega óvarin gagnvart ofurefli. Rithöfundarsamband Íslands, við höfum ekkert bolmagn til þess að fara í málaferli við eitt stærsta og voldugasta fyrirtæki í heim. Við þurfum einhvern veginn að fljóta með öðrum,” segir Margrét. Margrét telur þó vera mun meira af fræðigreinum íslenskra höfunda inni á gagnagrunninum en skáldskap. Erfitt sé þó að segja til um hvað hafi verið gert nákvæmlega við textana. „Þetta snýr að Meta en við vitum líka að fleiri fyrirtæki hafa verið að gera þetta og nota bækur sem hafa farið þarna inn. Þegar Chat-GPT kom fyrst þá voru höfundar eins og Stephen King sem gátu beðið um fyrstu blaðsíðuna í ákveðnu verki og hún kom. En svo er búið að taka fyrir þetta þannig það er erfiðara að sjá hvað er þarna inni,“ segir Margrét. Gervigreindin sé gagnlegt verkfæri en Margrét segir að höfundum á Íslandi finnist gervigreind sem er þróuð á sköpunarverki höfunda gjarnan notuð til að þrengja að þeim. „Við sjáum það bara til dæmis hér á Íslandi að Storytel er með fullt af bókum sem eru þýddar af gervigreind. Þýðendur eru félagsmenn í Rithöfundasambandi Íslands og þeir fá þá bæði minni vinnu en líka miklu leiðinlegri vinnu því þeir eru frekar ráðnir til að lesa yfir. Allir sem hafa reynt það segja mér að það sé erfitt að lesa yfir því villurnar eru ekki lógískar,“ segir Margrét. Verið sé að nota texta höfunda til að útrýma vinnu þeirra. „Það er verið að reyna að þynna efnið sem kostar. Og Storytel hafa stært sig af því að vera tæknifyrirtæki og bjuggu til eina gervigreindarbók,“ segir Margrét. Þar hafi verið búinn til sérstakur gervigreindarhöfundur og haldið stórt útgáfupartý. „En svo fylgdi sögunni að það hefði þurft svo gríðarlega ritstjórn til að gera þetta að einhverju sem nokkur myndi hlusta á að það hefði verið mun ódýrara að fá einhvern til að semja bók,“ segir Margrét.
Meta Gervigreind Bókmenntir Höfundar- og hugverkaréttur Storytel Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Sjá meira