Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:04 Þyrla Ratcliffe flaug daglega til og frá Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku með vistir handa fjallgönguhópi við Kverkfjöll. Vísir/Jóhann K/Sigurjón Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana. Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana.
Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira