Sjóræningjar réðust á Íslendinga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:01 Einar og skipsfélagar hans lentu í miklum lífsháska við strendur Kamerún og í lokaþætti af Útkalli rifjar hann upp þessa ótrúlegu reynslu. Stöð 2 „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands. Útkall Einu sinni var... Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands.
Útkall Einu sinni var... Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira