Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Kjartan Kjartansson og Jón Þór Stefánsson skrifa 2. apríl 2025 17:23 Höfuðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík. Vísir/Egill Sjúkratryggingar Íslands segjast harma að upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu hafi fyrir mistök verið sendar til heilbrigðisstarfsfólks og þjónustuþega. Málið sé litið alvarlegum augum og búið sé að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir. Fyrr í dag varaði Ljósmæðrafélag Íslands við gagnaleka hjá Sjúkratryggingum Íslands sem hefði leitt til þess að fjölskyldur sem hefðu þegið heimaþjónustu ljósmæðra fengu reikninga fyrir henni sem þeim bæri ekki að greiða. „Sjúkratryggingar harma að fyrir mistök hafi verið sendar út upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu til afmarkaðs hóps þjónustuþega og heilbrigðisstarfsfólks, í tengslum við breytingu á útsendingu gagna. Vinnsla var stöðvuð um leið og málið uppgötvaðist,“ segir í yfirlýsingu frá Sjúkratryggingum vegna málsins. DV hafði í dag eftir formanni Ljóðsmæðrafélagsins að viðkvæmar persónuupplýsingar ljóðsmæðra hefði einnig birst hópi skjólstæðinga þeirra, þar á meðal kennitölur, reikningsnúmer og verktakagreiðslur þeirra fyrir vitjanir. Í yfirlýsingu Sjúkratrygginga segir að gögnin sem send hafi verið út hafi innihaldið upplýsingar sem viðtakendurnir höfðu í raun rétt á. „Vert er að taka fram að þær upplýsingar sem sendar voru sneru eingöngu að þjónustu sem þjónustuþegi hafði fengið hjá viðkomandi heilbrigðisstarfsfólki og innihéldu upplýsingar sem þjónustuþegi og heilbrigðisstarfsmaður höfðu rétt á að fá,“ segir í yfirlýsingunni. „Sjúkratryggingar leggja ríka áherslu á öryggi gagna og líta málið alvarlegum augum. Búið er að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir við útsendingu gagna til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.“ Sjúkratryggingar Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrr í dag varaði Ljósmæðrafélag Íslands við gagnaleka hjá Sjúkratryggingum Íslands sem hefði leitt til þess að fjölskyldur sem hefðu þegið heimaþjónustu ljósmæðra fengu reikninga fyrir henni sem þeim bæri ekki að greiða. „Sjúkratryggingar harma að fyrir mistök hafi verið sendar út upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu til afmarkaðs hóps þjónustuþega og heilbrigðisstarfsfólks, í tengslum við breytingu á útsendingu gagna. Vinnsla var stöðvuð um leið og málið uppgötvaðist,“ segir í yfirlýsingu frá Sjúkratryggingum vegna málsins. DV hafði í dag eftir formanni Ljóðsmæðrafélagsins að viðkvæmar persónuupplýsingar ljóðsmæðra hefði einnig birst hópi skjólstæðinga þeirra, þar á meðal kennitölur, reikningsnúmer og verktakagreiðslur þeirra fyrir vitjanir. Í yfirlýsingu Sjúkratrygginga segir að gögnin sem send hafi verið út hafi innihaldið upplýsingar sem viðtakendurnir höfðu í raun rétt á. „Vert er að taka fram að þær upplýsingar sem sendar voru sneru eingöngu að þjónustu sem þjónustuþegi hafði fengið hjá viðkomandi heilbrigðisstarfsfólki og innihéldu upplýsingar sem þjónustuþegi og heilbrigðisstarfsmaður höfðu rétt á að fá,“ segir í yfirlýsingunni. „Sjúkratryggingar leggja ríka áherslu á öryggi gagna og líta málið alvarlegum augum. Búið er að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir við útsendingu gagna til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.“
Sjúkratryggingar Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira