Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 11:38 Edda hefur slegið í gegn sem Guðríður. Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum. „Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“ Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Sko þetta eru náttúrulega tóm fíflalæti sem enda alltaf einhvern veginn. Maður hefur ekki grun um það hvað fíflalætin manns ferðast víða, filterar í Snappi geta greinilega gert mann að áhrifavaldi,“ segir skellihlæjandi Edda Björgvins í samtali við Vísi. Edda brá sér í hlutverk Guðríðar í nýjasta myndbandinu þar sem hún gerði stólpagrín að útgerðinni. Þar áður birti Edda, eða öllu heldur Guðríður, myndband um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur en það allra fyrsta sem birtist 3. mars síðastliðinn var um áhyggjur þingmannsins Jóns Péturs Siemsen af áföstum töppum á plastflöskum. Horfa má á myndböndin hér fyrir neðan. „Svo er hugsanlega von á systur hennar líka. Þarna eru þær Guðríður og Gyða sem deila öllum skoðunum. Svo er þetta bara lífrænt, maður veit ekkert hvort það komi nokkuð meira frá þeim systrum,“ segir Edda sem er enn hlæjandi. Hún segir aldrei að vita. „Ég vildi að ég hefði það úthald en ef það koma svona stórgjafir eins og grenjuskjóður í útgerð eða alþingismaður sem leggur sig virkilega fram við að eyða tíma Alþingis í plasttappa. Því svona stórgjafir þær kveikja á ýmsu þegar maður er með góðan filter. Þannig maður veit aldrei hvað gerist næst, það eru þessar stórgjafir þjóðarinnar sem kveikja í Guðríði gömlu.“ Upplifir enga pressu Edda segist alveg gapandi hissa á því hvað hún deili húmor með stórum hluta þjóðarinnar. Hún hafi alls ekki átt von á viðbrögðunum við myndböndunum en þúsundir bregðast við myndböndunum og hundruð skilja eftir sig athugasemd þar sem viðkomandi lýsir því oftar en ekki að hann sé skellihlæjandi yfir myndböndunum. Edda segist ekki finna fyrir pressu vegna þessara vinsælda. „Sem betur fer þá upplifi ég aldrei pressu heldur frekar gjafir, ég bara hef ofsa trú á íslensku samfélagi, að halda áfram að færa Guðríði efni sem kveikir svona ofboðslega í henni. Ég hef þá trú án þess að ég lofi neinu.“
Grín og gaman Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira