Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 09:15 Tom Cruise og Ana de Armas virðast að minnsta kosti njóta félagsskapar hvors annars, svo mikið er vitað. Vísir/Getty Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Eins og fram hefur komið sáust þau úti að borða í London í febrúar. Þá spruttu upp sögusagnir um meintar ástir þeirra á milli. Sögðu heimildarmenn slúðurmiðlunum hinsvegar að þau hefðu skellt sér út að borða með umboðsmönnum sínum og að verið væri að ræða framtíðarmöguleika þeirra á samstarfi, enga rómantík. Nú segir Page Six frá því að þau hafi skellt sér í þyrluferð saman yfir London. Papparassar náðu svo myndum af þeim á flugvellinum þar sem þau voru bæði skælbrosandi. Þau hoppuðu svo upp í leigubíl saman. Miðillinn segir að ekki hafi tekist að fá nein viðbrögð frá talsmönnum leikarana. Meint ástarsamband því enn á huldu þó þyrluferðin þyki skjóta stoðum undir þá kenningu. Hinn 62 ára gamli Tom Cruise var síðast með rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni Elsina Khayrova. Slúðurmiðlar sögðu hinsvegar frá því að slitnað hefði upp úr sambandi þeirra þar sem Cruise þótti þau hafa farið of geyst með sambandið. Hann hefði auk þess verið varaður við Khayrova af fyrrverandi eiginmanni hennar og orðið efins um allt heila klabbið. Fátt hefur að sama skapi verið að frétta af ástarlífi hinnar 36 ára gömlu Önu de Armas. Hún sást leiða samlanda sinn og tengdason forseta Kúbu, Manuel Anido Cuesta í desember. Síðan hefur ekkert sést til þeirra saman en áður var de Armas að hitta Paul Boukadakis framkvæmdastjóra Tinder og þar áður stórstjörnuna Ben Affleck. Tom Cruise, 62, and Ana de Armas, 36, touch down in London together after helicopter ride https://t.co/EYiO2ZqlRM pic.twitter.com/S6nsP6UKVs— Page Six (@PageSix) March 16, 2025 Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Eins og fram hefur komið sáust þau úti að borða í London í febrúar. Þá spruttu upp sögusagnir um meintar ástir þeirra á milli. Sögðu heimildarmenn slúðurmiðlunum hinsvegar að þau hefðu skellt sér út að borða með umboðsmönnum sínum og að verið væri að ræða framtíðarmöguleika þeirra á samstarfi, enga rómantík. Nú segir Page Six frá því að þau hafi skellt sér í þyrluferð saman yfir London. Papparassar náðu svo myndum af þeim á flugvellinum þar sem þau voru bæði skælbrosandi. Þau hoppuðu svo upp í leigubíl saman. Miðillinn segir að ekki hafi tekist að fá nein viðbrögð frá talsmönnum leikarana. Meint ástarsamband því enn á huldu þó þyrluferðin þyki skjóta stoðum undir þá kenningu. Hinn 62 ára gamli Tom Cruise var síðast með rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni Elsina Khayrova. Slúðurmiðlar sögðu hinsvegar frá því að slitnað hefði upp úr sambandi þeirra þar sem Cruise þótti þau hafa farið of geyst með sambandið. Hann hefði auk þess verið varaður við Khayrova af fyrrverandi eiginmanni hennar og orðið efins um allt heila klabbið. Fátt hefur að sama skapi verið að frétta af ástarlífi hinnar 36 ára gömlu Önu de Armas. Hún sást leiða samlanda sinn og tengdason forseta Kúbu, Manuel Anido Cuesta í desember. Síðan hefur ekkert sést til þeirra saman en áður var de Armas að hitta Paul Boukadakis framkvæmdastjóra Tinder og þar áður stórstjörnuna Ben Affleck. Tom Cruise, 62, and Ana de Armas, 36, touch down in London together after helicopter ride https://t.co/EYiO2ZqlRM pic.twitter.com/S6nsP6UKVs— Page Six (@PageSix) March 16, 2025
Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira