Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2025 16:30 Sóley og Auðbjörg sameinast á sviði um helgina. Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina. „Við erum báðar miðaldra millistjórnendur sem erum að starfa í allskonar og höfðum bara einfaldlega ekki haft tíma til að láta drauma okkar rætast. Svo gerist það að hún á afmæli í september og ég í desember, hún 46 ára og ég 45 ára og við gerum báðar nákvæmlega það sama, erum báðar nógu klikkaðar til að framkvæma þetta,“ segir Auðbjörg hlæjandi í samtali við Vísi, sem ræddi við þær báðar. Uppistandssýning nýju vinkvennanna ber heitið „Af hverju fórum við ekki bara á gönguskíði?“og er um augljósa vísun til áhugamálsins sem heillast flesta sem komast á miðjan aldur. Þarna eru ugleiðingar tveggja miðaldra kvenna sem enduðu í uppistandi, eins og þær lýsa því. Auðbjörg tekur fyrir hversdagsleika miðaldra millistjórnanda í sínu uppistandi á meðan Sóley ræðir hvernig það er að finna taktinn þegar breytingaskeiðið bankar upp á dyrnar. Of fyndið líf til þess að gera ekki grín að því „Í afmælinu mínu voru nokkrar vinkonur hennar Sóleyjar og þær sögðu bara við mig: Guð minn góður Auðbjörg, þú verður að hitta Sóley, hún gerði það nákvæmlega sama og þú! Þannig að við hittumst og bonduðum svona svakalega og vorum sammála um að við hefðum getað farið á gönguskíði en þess í stað gerum við þetta,“ segir kampakát Auðbjörg. Báðar segjast þær vel stefndar fyrir morgundeginum. Viðurkenna reyndar að stressið muni færast yfir eftir því sem nær dregur. Sóley segist góð einmitt núna. „En svo veit maður bara að þetta mun færast yfir mann, en þetta á eftir að verða svo gaman. Það er það sem ég hef lært af því að gera þetta, það er það eina sem skiptir máli. Ef maður hefur gaman þá getur þetta ekki klikkað.“ En hvers vegna uppistand? „Þetta ræddum við einmitt nákvæmlega í vikunni. Hvers vegna? Og ætlum okkur að útskýra þetta á laugardaginn,“ segir Auðbjörg hlæjandi. Hún segir þær hafa komist að því að þær ættu það sameiginlegt að vera báðar ótrúlega uppteknar konur. „Við erum alltaf í þessari þeytivindu, lífinu sjálfu, öllu þessu shitti sem gerist. Við komumst báðar að þeirri niðurstöðu í sitthvoru lagi að þetta væri bara of fyndið til þess að gera þetta ekki. Allur þessi hversdagsleiki, allir þessir gulu dagar á leikskólanum og allt í rugli. Þetta er bara of fyndið, það er ekkert annað hægt að gera en að gera bara grín að þessu. Það er ekki annað í stöðunni.“ Sýningin ber nafn með rentu. Breytingaskeið og lífið sjálft Þá berst talið að uppistandinu sjálfu og því sem þær ætla að tala um. Þær munu halda sitthvort uppistandið en líka vera saman á sviði og ræða allskonar hluti. Aldurinn og breytingaskeiðið sjálft, eins og Sóley ætlar að ræða í sínu uppistandi. En er ekki erfitt að berskjalda sig svona uppi á sviði, fyrir framan sal sem er fullur af ókunnugu fólki? „Ég held það sé bara rosalega mikilvægt að gera það,“ svarar Sóley. Hún segist sjálf hafa verið haldin rosalegum fordómum í garð breytingaskeiðsins fyrir örfáum árum síðan. Hún hafi áttað sig á því að hún sjálf myndi ganga í gegnum þetta eins og allir aðrir. „Og þá gengur ekki að vera með fordóma! Þarna fékk ég áhuga á þessu og fannst ég verða að normalísera þetta. Tala um þetta, gera þetta að hversdagslegu umræðuefni og geri það í þessu uppistandi. Það eru líka þvílík forréttindi að fá að eldast,“ segir Sóley sem heldur jafnframt úti hlaðvarpi um breytingaskeiðið, Að finna taktinn. Auðbjörg tekur undir og segir tíma til kominn að miðaldra konur opni sig. Opni sig um það hvernig það sé að ala upp fjögur börn og um hversdagsleikann. Hún segir að sitt uppistand, sem hún nefnir „Ég elska þig alheimur,“ hafi einfaldlega komi til hennar um leið og hún hafi tekið sér tíma fyrir sjálfa sig. „Síðastliðinn september þá tek ég mér framafrí, eftir tuttugu ár á hamstrahjólinu í hringiðunni sem millistjórnandi. Ég ákvað að stíga aðeins út og sjá hvað gerðist, þegar ég væri ekki lengur með brjálaða vinnu á bandvíddinni. Það sem gerist er að þetta uppistand bara kemur til mín og ég bara varð að gera þetta,“ útskýrir Auðbjörg og ljóst að hún hefur húmor fyrir sjálfri sér. „Þetta er mjög miðaldra, ég veit en þetta eru sögur sem mig langar að segja og ég held að margir muni tengja við þetta. Því það eru svo margir á hamstrahjólin að reyna að jöggla öllum þessum hlutum. Það er bara að hafa gaman af þessu og geta hleið saman. Ef þetta getur hvatt einhverja til að láta drauma sína rætast og slá til þá er það líka frábært.“ Grín og gaman Leikhús Uppistand Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„Við erum báðar miðaldra millistjórnendur sem erum að starfa í allskonar og höfðum bara einfaldlega ekki haft tíma til að láta drauma okkar rætast. Svo gerist það að hún á afmæli í september og ég í desember, hún 46 ára og ég 45 ára og við gerum báðar nákvæmlega það sama, erum báðar nógu klikkaðar til að framkvæma þetta,“ segir Auðbjörg hlæjandi í samtali við Vísi, sem ræddi við þær báðar. Uppistandssýning nýju vinkvennanna ber heitið „Af hverju fórum við ekki bara á gönguskíði?“og er um augljósa vísun til áhugamálsins sem heillast flesta sem komast á miðjan aldur. Þarna eru ugleiðingar tveggja miðaldra kvenna sem enduðu í uppistandi, eins og þær lýsa því. Auðbjörg tekur fyrir hversdagsleika miðaldra millistjórnanda í sínu uppistandi á meðan Sóley ræðir hvernig það er að finna taktinn þegar breytingaskeiðið bankar upp á dyrnar. Of fyndið líf til þess að gera ekki grín að því „Í afmælinu mínu voru nokkrar vinkonur hennar Sóleyjar og þær sögðu bara við mig: Guð minn góður Auðbjörg, þú verður að hitta Sóley, hún gerði það nákvæmlega sama og þú! Þannig að við hittumst og bonduðum svona svakalega og vorum sammála um að við hefðum getað farið á gönguskíði en þess í stað gerum við þetta,“ segir kampakát Auðbjörg. Báðar segjast þær vel stefndar fyrir morgundeginum. Viðurkenna reyndar að stressið muni færast yfir eftir því sem nær dregur. Sóley segist góð einmitt núna. „En svo veit maður bara að þetta mun færast yfir mann, en þetta á eftir að verða svo gaman. Það er það sem ég hef lært af því að gera þetta, það er það eina sem skiptir máli. Ef maður hefur gaman þá getur þetta ekki klikkað.“ En hvers vegna uppistand? „Þetta ræddum við einmitt nákvæmlega í vikunni. Hvers vegna? Og ætlum okkur að útskýra þetta á laugardaginn,“ segir Auðbjörg hlæjandi. Hún segir þær hafa komist að því að þær ættu það sameiginlegt að vera báðar ótrúlega uppteknar konur. „Við erum alltaf í þessari þeytivindu, lífinu sjálfu, öllu þessu shitti sem gerist. Við komumst báðar að þeirri niðurstöðu í sitthvoru lagi að þetta væri bara of fyndið til þess að gera þetta ekki. Allur þessi hversdagsleiki, allir þessir gulu dagar á leikskólanum og allt í rugli. Þetta er bara of fyndið, það er ekkert annað hægt að gera en að gera bara grín að þessu. Það er ekki annað í stöðunni.“ Sýningin ber nafn með rentu. Breytingaskeið og lífið sjálft Þá berst talið að uppistandinu sjálfu og því sem þær ætla að tala um. Þær munu halda sitthvort uppistandið en líka vera saman á sviði og ræða allskonar hluti. Aldurinn og breytingaskeiðið sjálft, eins og Sóley ætlar að ræða í sínu uppistandi. En er ekki erfitt að berskjalda sig svona uppi á sviði, fyrir framan sal sem er fullur af ókunnugu fólki? „Ég held það sé bara rosalega mikilvægt að gera það,“ svarar Sóley. Hún segist sjálf hafa verið haldin rosalegum fordómum í garð breytingaskeiðsins fyrir örfáum árum síðan. Hún hafi áttað sig á því að hún sjálf myndi ganga í gegnum þetta eins og allir aðrir. „Og þá gengur ekki að vera með fordóma! Þarna fékk ég áhuga á þessu og fannst ég verða að normalísera þetta. Tala um þetta, gera þetta að hversdagslegu umræðuefni og geri það í þessu uppistandi. Það eru líka þvílík forréttindi að fá að eldast,“ segir Sóley sem heldur jafnframt úti hlaðvarpi um breytingaskeiðið, Að finna taktinn. Auðbjörg tekur undir og segir tíma til kominn að miðaldra konur opni sig. Opni sig um það hvernig það sé að ala upp fjögur börn og um hversdagsleikann. Hún segir að sitt uppistand, sem hún nefnir „Ég elska þig alheimur,“ hafi einfaldlega komi til hennar um leið og hún hafi tekið sér tíma fyrir sjálfa sig. „Síðastliðinn september þá tek ég mér framafrí, eftir tuttugu ár á hamstrahjólinu í hringiðunni sem millistjórnandi. Ég ákvað að stíga aðeins út og sjá hvað gerðist, þegar ég væri ekki lengur með brjálaða vinnu á bandvíddinni. Það sem gerist er að þetta uppistand bara kemur til mín og ég bara varð að gera þetta,“ útskýrir Auðbjörg og ljóst að hún hefur húmor fyrir sjálfri sér. „Þetta er mjög miðaldra, ég veit en þetta eru sögur sem mig langar að segja og ég held að margir muni tengja við þetta. Því það eru svo margir á hamstrahjólin að reyna að jöggla öllum þessum hlutum. Það er bara að hafa gaman af þessu og geta hleið saman. Ef þetta getur hvatt einhverja til að láta drauma sína rætast og slá til þá er það líka frábært.“
Grín og gaman Leikhús Uppistand Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira