Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 12:32 Þorfinnur og Ástrós lifa lífinu saman en í sitthvorri borginni. Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning