Hjálmar Örn greinir frá atvikum í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segir að skjótt skipist veður í lofti. Klukkan hafi verið tuttugu mínútur í þrjú eftir hádegið í gær þegar hann fékk hjartaáfall.
„Skömmu síðar var ég kominn uppá spítala og í góðar hendur en ég leit einmitt þá á klukkuna og var hún 15:00 og þá hugsaði ég, ekta ég að deyja þegar enski boltinn er að byrja,“ segir Hjálmar sem er gallharður stuðningsmaður Tottenham í enska boltanum.
„Ég var svo sendur í þræðingu og kl. 18:50 var búið að fóðra æðarnar! Magnað heilbrigðiskerif og starfsfólki sem gerði þetta allt á stuttum tíma!“
Hjálmar segist allur vera að koma til og þakkar öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins á Íslandi fyrir gríðarlega fagmennsku og kærleik.