Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 10:03 Leikmennirnir sem enduðu í sætum 40-31. grafík/toggi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 40. Alexander Högnason Lið: ÍA, Fylkir Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1968 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996, 2000, 2001 Leikir: 191 Mörk: 29 Stoðsendingar: 12 Einu sinni í liði ársins Eftir því sem árin hafa færst yfir hefur hlutverk Alexanders Högnasonar í ótrúlegri sigurgöngu ÍA á 10. áratug síðustu aldar fengið meira vægi í umræðunni. Enda var það ekki lítið. Hann missti til að mynda aðeins af þremur af níutíu deildarleikjum ÍA á Íslandsmeistaraárunum 1992-96. Alexander Högnason var ein styrkasta stoð Skagaveldisins.á sigurslóð Athyglin var skiljanlega mikil á Sigurði Jónssyni á árunum 1992-95 en mikilvægi makkersins var ótvírætt. Alexander var góður í flestum þáttum leiksins; sterkur í loftinu, fastur fyrir í tæklingum, óhemju duglegur og lagði nokkur mörk í púkkið. Þrjú þeirra komu í frægum 10-1 sigri ÍA á Víkingi sumarið ótrúlega 1993. Það er ein miskunnarlausasta frammistaða liðs sem sést hefur og einn af frægu leikjum ÍA á þessu gullaldarskeiði. Þegar líða fór á ferilinn færðist Alexander aftar á völlinn og endaði í miðri vörninni. Hann varð bikarmeistari með ÍA 2000 og átti svo óvænta endurkomu með Fylki sumarið eftir og bætti einum bikarmeistaratitli í safnið. Alls urðu stóru titlarnir á ferli Alexanders því níu talsins og þáttur hans í þeim var risastór. Hataður mótherji, elskaður samherji. 39. Freyr Bjarnason Lið: ÍA, FH Staða: Vinstri bakvörður/miðvörður Fæðingarár: 1977 Íslandsmeistari: 2004, 2005, 2006, 2008, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2007, 2010 Leikir: 207 Mörk: 10 Stoðsendingar: 12 Tvisvar sinnum í liði ársins Fáir hafa verið klókari á íslenska félagaskiptamarkaðnum en Logi Ólafsson. Frægt er þegar hann fékk Heimi Guðjónsson í FH fyrir tímabilið 2000. Þá sótti hann einnig annan leikmann sem átti eftir að verða lykilmaður í velgengni Fimleikafélagsins á næstu árum; Frey Bjarnason. Freyr Bjarnason á sex gullmedalíur og fjórar silfurmedalíur úr efstu deild í safni sínu.vísir/anton Skagamenn eru ekki vanir að mislesa hæfileika leikmanna en svo virðist sem þeir hafi gert það í tilfelli Freys. Hann fékk allavega ekki mörg tækifæri hjá ÍA en blómstraði hjá FH. Freyr lék með Fimleikafélaginu í þrettán ár og varð sex sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með því. Freyr átti stöðu vinstri bakvarðar hjá FH í lengri tíma en leysti miðvarðastöðuna einnig þegar þannig stóð á. Eftir því sem árin færðust yfir var hann svo færður í miðvörðinn fyrir fullt og allt og þar átti hann sennilega sitt besta tímabil, 2012. FH endaði í 2. sæti 2010 og 2011 en vann Íslandsmeistaratitilinn með miklum yfirburðum 2012. Freyr var frábær í miðri vörn FH sem hélt hreinu í helmingi þeirra átján leikja sem hann spilaði og fékk aðeins þrettán mörk á sig í þeim. Hann spilaði eitt tímabil í viðbót (2013) en lagði svo skóna á hilluna eftir mikla og góða þjónustu við FH. Freyr fullkomnaði þá list að vera fyrir en var meira en bara það. Hann var sterkur í loftinu, góður með boltann og staðsetti sig vel. Freyr lék 201 leik fyrir FH í efstu deild; liðið vann 132 þeirra, gerði 39 jafntefli og tapaði aðeins þrjátíu. Stigahlutfallið var 72 prósent. Geri aðrir betur. 38. Nikolaj Hansen Lið: Valur, Víkingur Staða: Framherji Fæðingarár: 1993 Íslandsmeistari: 2017, 2021, 2023 Bikarmeistari: 2016, 2019, 2021, 2022, 2023 Leikir: 159 Mörk: 56 Stoðsendingar: 16 Leikmaður ársins: 2021 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 2021 Þegar Víkingar fengu Nikolaj Hansen var það líkast því þegar maður finnur einhvern gimstein í Góða hirðinum. Valsmenn höfðu ekki lengur not fyrir danska framherjann en hann hefur heldur betur reynst happafengur fyrir Víkinga. Nikolaj Hansen með Mjólkurbikarinn eftir sigur Víkings á KA í úrslitaleiknum 2023.vísir/hulda margrét Nikolaj hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Víkingi og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá varð hann einnig Íslands- og bikarmeistari með Val. Nikolaj er einnig markahæsti leikmaður Víkings í efstu deild með 52 mörk. Sextán þeirra komu sumarið 2021. Víkingar skoruðu ekki nema 38 mörk í deildinni og Nikolaj gerði því 42 prósent af mörkunum þeirra. Hann var gríðarlega öflugur þetta sumar, átti stóran þátt í því að Víkingur vann tvöfalt og var verðskuldað valinn leikmaður ársins. Nikolaj er einn fjögurra erlendra leikmanna sem hafa fengið þá nafnbót og einn sex útlendinga sem hafa náð að skora fimmtíu mörk eða meira í sögu efstu deildar. Nikolaj er gríðarlega öflugur í loftinu, heldur boltanum vel og er afar örugg vítaskytta. Hann er enn að og á sínu níunda tímabili í Víkinni. Stundum getur borgað sig að leita vel á nytjamörkuðum. 37. Sigurvin Ólafsson Lið: ÍBV, Fram, KR, FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1976 Íslandsmeistari: 1997, 1998, 2002, 2003, 2006 Bikarmeistari: 2007 Leikir: 135 Mörk: 33 Stoðsendingar: 28 Einu sinni í liði ársins Meiðslin sem Sigurvin Ólafsson varð fyrir snemma sumars 1998 komu sennilega í veg fyrir að hann næði aftur þeim hæðum sem hann náði sumarið 1997. Hann var þá einn af lykilmönnum ÍBV sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í átján ár og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Sigurvin Ólafsson virðir Íslandsmeistarabikarinn sem hann vann fimm sinnum á ferlinum fyrir sér.vísir/anton Sigurvin meiddist þegar skammt var liðið á tímabilið 1998 og meiðsli settu reglulega strik í reikning hans. En þegar hann var heill var hann einatt í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2001 og skoraði tvö mörk í Grindavík í lokaumferðinni sem kom í veg fyrir að Vesturbæingar féllu niður í næstefstu deild. Sumarið eftir skoraði Sigurvin svo sjö mörk í tólf leikjum þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann varð aftur meistari með KR 2003 en lék aðeins tíu deildarleiki um sumarið. Sigurvin var í KR til 2005 en gekk þá í raðir FH. Hann varð meistari með liðinu á fyrsta tímabili og hafði þar með orðið Íslandsmeistari með þremur liðum. Sigurvin varð svo bikarmeistari með FH 2007 en eftir það tímabil var ferlinum í efstu deild lokið, þegar hann var aðeins 31 árs. 36. Matthías Vilhjálmsson Lið: FH, Víkingur Staða: Miðjumaður/framherji Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2006, 2008, 2009, 2023 Bikarmeistari: 2007, 2010, 2023 Leikir: 197 Mörk: 59 Stoðsendingar: 38 Tvisvar sinnum í liði ársins Matthías Vilhjálmsson virðist alltaf hafa verið aðeins á undan kúrvunni. Hann byrjaði að spila með meistaraflokki BÍ þegar hann var fimmtán ára. Hann fór síðan til FH og var kominn í hlutverk hjá ógnarsterku Íslandsmeistaraliði 2006, þá nítján ára. Matthías var svo gerður að fyrirliða FH aðeins 23 ára. Matthías Vilhjálmsson er fimmti markahæsti leikmaður FH í efstu deild með 53 mörk.vísir/hulda margrét Þegar hann hélt út til Noregs í atvinnumennsku eftir tímabilið 2011 hafði hann unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með FH í ýmsum hlutverkum. Matthías gat spilað frammi, á köntunum og fyrir tímabilið 2009 notaði Heimir Guðjónsson hann á ofursóknarsinnaðri miðju með Tryggva Guðmundssyni og Davíð Þór Viðarssyni fyrir aftan. FH-liðið 2009 var frábært; tapaði reyndar í 1. umferð en vann svo tíu leiki í röð og fékk 51 stig. Matthías skoraði tíu af 57 mörkum FH og lagði ellefu upp. Eftir tæpan áratug í atvinnumennsku sneri Matthías aftur í FH fyrir tímabilið 2021. Staðan í Kaplakrika var þá önnur en þegar hann hélt út. FH-ingar enduðu í 6. sæti 2022 en sumarið á eftir fór allt í skrúfuna og liðið hélt sér uppi á markatölu. Matthías gerði þó sitt og skoraði níu mörk í slöku liði. Arnar Gunnlaugsson hafði notið þess að vinna með gömlu köllunum Sölva Geir Ottesen og Kára Árnasyni og taldi sig geta kveikt aftur í Matthíasi og læknað hann af tapsjúkdómnum eins og hann orðaði það. Á fyrsta tímabili sínu með Víkingi var Matthías í stóru hlutverki hjá liði sem rústaði deildinni og vann bikarinn að auki. Matthías leysti ýmsar stöður í Víkingsliðinu og hefur gert síðan hann kom í Fossvoginn. 35. Einar Þór Daníelsson Lið: KR, ÍBV Staða: Vinstri kantmaður Fæðingarár: 1970 Íslandsmeistari: 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistari: 1994, 1995, 1999 Leikir: 200 Mörk: 46 Stoðsendingar: 45 Tvisvar sinnum í liði ársins Hann skoraði á Goodison Park, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari en kannski kom Augnablikið á ferli Einars Þórs Daníelssonar á gamla grasvellinum í Garðabæ 11. júlí 1996. Hann skoraði þá eitt fallegasta mark íslenskrar fótboltasögu. Einar Þór Daníelsson skýlir boltanum frá Joe Parkinson í leik KR og Everton í Evrópukeppni bikarhafa fyrir þrjátíu árum.getty/Clive Brunskill Ólafur Kristjánsson skallaði boltann á Einar sem tók hann á bringuna, hélt nokkrum sinnum á lofti og ruglaði óheppinn varnarmann Stjörnunnar algjörlega í ríminu áður en hann negldi boltanum á lofti í fjærhornið. Ótrúlegt mark hjá einum besta kantmanni sem hefur spilað í efstu deild. Við svörum ákallinu. Fundum spóluna og hér er það📺 Einar Þór Daníelsson að koma @KRreykjavik í 1-2 gegn Stjörnunni, 11. júlí 1996. Er þetta fallegasta mark í sögu efstu deildar karla?⚽️ pic.twitter.com/VLBzWVJntP— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 3, 2021 Í rúman áratug var Einar fastur punktur í tilveru KR-inga, á vinstri kantinum. Hann teygði á vörnum andstæðinganna og mataði framherja KR með góðum fyrirgjöfum. Einar var líka ógnandi sjálfur og var með mark í fjórða hverjum leik sem hann spilaði í efstu deild. Hann þurfti að bíða nokkuð lengi eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum eins og aðrir KR-ingar. Hann missti af úrslitaleiknum á Akranesi 1996 vegna leikbanns og KR tapaði svo öðrum úrslitaleik gegn ÍBV tveimur árum síðar. En ísinn var brotinn á aldarafmælinu og KR-ingar unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á næstu fimm árum. Eftir titilinn 2003 fór Einar til Eyja og var ekki langt frá því að bæta fimmta Íslandsmeistaratitlinum við. Eyjamenn voru óvænt í toppbaráttunni og áttu möguleika á titlinum fram í lokaumferðina. En sjö stórir titlar, 46 mörk og 45 stoðsendingar er ekki amaleg uppskera. Og svo auðvitað galdurinn í Garðabænum. 34. Mihajlo Bibercic Lið: ÍA, KR, Stjarnan Staða: Framherji Fæðingarár: 1968 Íslandsmeistari: 1993, 1994, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1995, 1996 Leikir: 74 Mörk: 51 Stoðsendingar: 14 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 1994 Bronsskór: 1995 Fótboltasagan er full af ef-um og hefði-um. Fyrir tímabilið 1993 voru Skagamenn í leit að framherja til að fylla skarð Arnars Gunnlaugssonar sem var farinn til Feyenoord. Ákveðið var að fá serbneskan framherja að nafni Zivko Ostojic til reynslu. En hann axlarbrotnaði áður en hann kom til landsins. Í staðinn fékk ÍA annan Serba til reynslu. Mihajlo Bibercic er einn mesti markahrókur sem hefur leikið hér á landi.á sigurslóð Það var Mihajlo Bibercic. Mönnum á Skaganum leist þó ekki öllum frábærlega á kauða enda ekki í neinu formi eins og Ólafur Þórðarson rifjaði upp í sjónvarpsþættinum Skaganum: Það þurfti að láta hann hjóla vikum saman í stórum ruslapoka, til að láta hann svitna og létta sig og koma sér í stand. Hann át svo mikið sælgæti og drakk svo mikið gos að það voru alveg vandræði. En um leið og hann var kominn í form hafði maður alltaf á tilfinningunni að ef maður kæmi bara boltanum inn á hann inni í vítateig myndum við skora. Það meira og minna gekk upp. Hann var ótrúlegur. Já, Bibercic skoraði, skoraði og skoraði ennþá meira þessi fáu ár sem hann spilaði hér á landi. Á þeim þremur heilu tímabilum sem hann spilaði á Íslandi skoraði Serbinn aldrei minna en þrettán mörk. Hann fékk gullskóinn 1994 og bronsskóinn 1995. Í 74 leikjum í efstu deild á Íslandi skoraði hann 51 mark sem gera 0,69 mörk að meðaltali í leik. Auk þess að vera frábær fyrir framan markið var Bibercic afar góður að fá boltann í fætur, halda honum og tengja við samherja sína. Bibercic naut heldur ekki bara velgengni sem einstaklingur heldur gekk liðunum hans vel. Hann varð Íslandsmeistari 1993, 1994 og 1996 og bikarmeistari 1993, 1995 og 1996. Bibercic skoraði sigurmörkin í bikarúrslitaleikjunum 1993 og 1995. Maðurinn, goðsagan, goðsögnin. Þeir eru fáir leikmennirnir í sögu íslenska boltans sem eru með sömu költ-stöðu og Bibercic og þeir eru fáir betri framherjarnir sem hafa leikið hér á landi. 33. Gunnlaugur Jónsson Lið: ÍA, KR Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1995, 1996, 2001 Bikarmeistari: 1996, 2000, 2003, 2008 Leikir: 194 Mörk: 9 Stoðsendingar: 14 Leikmaður ársins: 2001 Fjórum sinnum í liði ársins Í dag er Gunnlaugur Jónsson, Gulli Jóns, þekktur sem geitin í heimildaþáttaleiknum, hvort sem það er í útvarpi eða sjónvarpi. En það er ekki svo langt síðan hann var einn besti varnarmaður landsins. Gunnlaugur Jónsson tekur við bikarnum úr hendi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, eftir sigur ÍA á FH í úrslitaleik bikarkeppninnar 2003.friðþjófur helgason Árið hans Gulla var 2001. Það tók hann tíma að vinna sér sæti í ógnarsterku Skagaliði en hann varð Íslands- og bikarmeistari með því 1996 og bikarmeistari 2000. Árið eftir var hann svo orðinn fyrirliði ÍA. Söguna um sumarið 2001 hjá ÍA þekkja flestir. Félagið rambaði á barmi gjaldþrots á þessum tíma en varð Íslandsmeistari um haustið, öllum að óvörum. Gulli var besti leikmaður ÍA, valinn besti leikmaður deildarinnar og fram til 2005 myndaði hann sterkasta miðvarðapar landsins ásamt Reyni Leóssyni. Eins og svo margir Skagamenn fór Gulli í KR 2006 og lék með liðinu síðustu þrjú árin í efstu deild. KR endaði í 2. sæti í deild og bikar 2006, var nálægt því að falla 2007 en vann bikarinn 2008. Að lokum, eitt ef og hefði. Hvað ef Gulli og Reynir hefðu ekki farið frá ÍA fyrir tímabilið 2006 og spilað með Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum og Bjarna og Þórði Guðjónssonum eftir að þeir sneru aftur heim á Akranes? Skagaliðið þá var ekki jafn sterkt baka til og fram á við en það hefði verið áhugavert að sjá hvað það hefði gert með alla þessa kalla og betra jafnvægi. 32. Helgi Sigurðsson Lið: Víkingur, Fram, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 2007 Leikir: 138 Mörk: 67 Stoðsendingar: 12 Leikmaður ársins: 2007 Tvisvar sinnum í liði ársins Silfurskór: 2007 Bronsskór: 1993 Eftir hræðilegan tíma og þrjú föll á fimm árum sneri Valur aftur upp í efstu deild með stæl 2005. Liðið varð í 2. sæti og vann bikarinn, sinn fyrsta stóra titil í þrettán ár. Valsmenn urðu svo í 3. sæti 2006. Þeir voru góðir, þéttir til baka, vel skipulagðir og allt það. En það vantaði síðasta púslið, oddinn á spjótið. Og hann fannst í næstefstu deild. Enter Helgi Sigurðsson. Helgi Sigurðsson með ginið opið eins og á svo mörgum myndum.vísir/vilhelm Hann passaði eins og flís við rass Valsliðsins og þeir Guðmundur Benediktsson náðu frábærlega saman í framlínunni. Helgi skoraði tólf mörk og Valur rauf sigurgöngu FH og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Framherjinn var svo valinn leikmaður ársins enda breytti hann silfurliði í sigurlið. Þetta er ekki það eina sem Helgi afrekaði í efstu deild. Hann varð ungur Íslandsmeistari með Víkingi 1991 og síðustu þrjú tímabilin áður en hann fór í atvinnumennsku skoraði hann samtals 33 mörk í 53 deildarleikjum, og það fyrir ekkert sérstök lið Víkings og Fram. Helgi lék með Val til 2009 en sneri þá aftur heim í Víkina og fór upp í efstu deild með uppeldisfélaginu í fyrstu tilraun. Tímabilið 2011 var bíó í Víkinni en síðustu leiki sína í efstu deild lék Helgi með Fram 2013. 31. Kristinn Jónsson Lið: Breiðablik, KR Staða: Vinstri bakvörður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2010, 2019, 2024 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 291 Mörk: 20 Stoðsendingar: 58 Sex sinnum í liði ársins Bestu tímabil vinstri bakvarða á því tímabili sem hér eru undir eru líklega Sigursteinn Gíslason 1994, Guðmundur Reynir Gunnarsson 2011, Kristinn Jónsson 2012 og 2019 og Bjarni Ólafur Eiríksson 2017. Kristinn Jónsson á fleygiferð fram vinstri kantinn.vísir/diego Þessi skoðun er bæði studd tilfinningum og tölfræði. Tímabilin 2012 og 2019 voru allavega mögnuð hjá Kristni. Sumarið 2012 var hann hættulegasti sóknarmaður Breiðabliks sem náði 2. sætinu með góðum lokaspretti. Kristinn skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú. Sumarið 2019 átti hann svo risastóran þátt í því að KR vann Íslandsmeistaratitilinn með miklum yfirburðum. KR-ingar fengu á sig fæst mörk allra liða (23) og Kristinn skoraði sjálfur þrjú mörk og gaf fimm stoðsendingar. Svo er það líka tímabilið 2015. Kristinn var þá hluti af bestu vörn í sögu tólf liða deildar og lagði upp níu mörk. Kristinn kom inn í meistaraflokk Breiðabliks 2007 og nálgast þrjú hundruð leikina í efstu deild á Íslandi. Hann var í lykilhlutverki þegar Blikar unnu sína fyrstu stóru titla 2009 og 2010, vann Íslandsmeistaratitilinn með KR-ingum 2019 og svo aftur með Blikum í fyrra, þá 34 ára enn einn af bestu bakvörðum deildarinnar. Líklega telst Kristinn núna bakvörður af gamla skólanum; ekki þeim elsta þegar bakverðir tækluðu fast og fóru sjaldan fram fyrir miðju og heldur ekki af þeim nýjasta á inndregnum tímum. Kristinn hefur alltaf „overlappað“ eins og óður maður og oftar en ekki látið kantmanninn sem hann spilar gegn dekka sig en ekki öfugt. Og svo er hann með frábæran vinstri fót og nákvæmar fyrirgjafir sem hafa skilað ófáum mörkunum í gegnum árin. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
40. Alexander Högnason Lið: ÍA, Fylkir Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1968 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996, 2000, 2001 Leikir: 191 Mörk: 29 Stoðsendingar: 12 Einu sinni í liði ársins Eftir því sem árin hafa færst yfir hefur hlutverk Alexanders Högnasonar í ótrúlegri sigurgöngu ÍA á 10. áratug síðustu aldar fengið meira vægi í umræðunni. Enda var það ekki lítið. Hann missti til að mynda aðeins af þremur af níutíu deildarleikjum ÍA á Íslandsmeistaraárunum 1992-96. Alexander Högnason var ein styrkasta stoð Skagaveldisins.á sigurslóð Athyglin var skiljanlega mikil á Sigurði Jónssyni á árunum 1992-95 en mikilvægi makkersins var ótvírætt. Alexander var góður í flestum þáttum leiksins; sterkur í loftinu, fastur fyrir í tæklingum, óhemju duglegur og lagði nokkur mörk í púkkið. Þrjú þeirra komu í frægum 10-1 sigri ÍA á Víkingi sumarið ótrúlega 1993. Það er ein miskunnarlausasta frammistaða liðs sem sést hefur og einn af frægu leikjum ÍA á þessu gullaldarskeiði. Þegar líða fór á ferilinn færðist Alexander aftar á völlinn og endaði í miðri vörninni. Hann varð bikarmeistari með ÍA 2000 og átti svo óvænta endurkomu með Fylki sumarið eftir og bætti einum bikarmeistaratitli í safnið. Alls urðu stóru titlarnir á ferli Alexanders því níu talsins og þáttur hans í þeim var risastór. Hataður mótherji, elskaður samherji. 39. Freyr Bjarnason Lið: ÍA, FH Staða: Vinstri bakvörður/miðvörður Fæðingarár: 1977 Íslandsmeistari: 2004, 2005, 2006, 2008, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2007, 2010 Leikir: 207 Mörk: 10 Stoðsendingar: 12 Tvisvar sinnum í liði ársins Fáir hafa verið klókari á íslenska félagaskiptamarkaðnum en Logi Ólafsson. Frægt er þegar hann fékk Heimi Guðjónsson í FH fyrir tímabilið 2000. Þá sótti hann einnig annan leikmann sem átti eftir að verða lykilmaður í velgengni Fimleikafélagsins á næstu árum; Frey Bjarnason. Freyr Bjarnason á sex gullmedalíur og fjórar silfurmedalíur úr efstu deild í safni sínu.vísir/anton Skagamenn eru ekki vanir að mislesa hæfileika leikmanna en svo virðist sem þeir hafi gert það í tilfelli Freys. Hann fékk allavega ekki mörg tækifæri hjá ÍA en blómstraði hjá FH. Freyr lék með Fimleikafélaginu í þrettán ár og varð sex sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með því. Freyr átti stöðu vinstri bakvarðar hjá FH í lengri tíma en leysti miðvarðastöðuna einnig þegar þannig stóð á. Eftir því sem árin færðust yfir var hann svo færður í miðvörðinn fyrir fullt og allt og þar átti hann sennilega sitt besta tímabil, 2012. FH endaði í 2. sæti 2010 og 2011 en vann Íslandsmeistaratitilinn með miklum yfirburðum 2012. Freyr var frábær í miðri vörn FH sem hélt hreinu í helmingi þeirra átján leikja sem hann spilaði og fékk aðeins þrettán mörk á sig í þeim. Hann spilaði eitt tímabil í viðbót (2013) en lagði svo skóna á hilluna eftir mikla og góða þjónustu við FH. Freyr fullkomnaði þá list að vera fyrir en var meira en bara það. Hann var sterkur í loftinu, góður með boltann og staðsetti sig vel. Freyr lék 201 leik fyrir FH í efstu deild; liðið vann 132 þeirra, gerði 39 jafntefli og tapaði aðeins þrjátíu. Stigahlutfallið var 72 prósent. Geri aðrir betur. 38. Nikolaj Hansen Lið: Valur, Víkingur Staða: Framherji Fæðingarár: 1993 Íslandsmeistari: 2017, 2021, 2023 Bikarmeistari: 2016, 2019, 2021, 2022, 2023 Leikir: 159 Mörk: 56 Stoðsendingar: 16 Leikmaður ársins: 2021 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 2021 Þegar Víkingar fengu Nikolaj Hansen var það líkast því þegar maður finnur einhvern gimstein í Góða hirðinum. Valsmenn höfðu ekki lengur not fyrir danska framherjann en hann hefur heldur betur reynst happafengur fyrir Víkinga. Nikolaj Hansen með Mjólkurbikarinn eftir sigur Víkings á KA í úrslitaleiknum 2023.vísir/hulda margrét Nikolaj hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Víkingi og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá varð hann einnig Íslands- og bikarmeistari með Val. Nikolaj er einnig markahæsti leikmaður Víkings í efstu deild með 52 mörk. Sextán þeirra komu sumarið 2021. Víkingar skoruðu ekki nema 38 mörk í deildinni og Nikolaj gerði því 42 prósent af mörkunum þeirra. Hann var gríðarlega öflugur þetta sumar, átti stóran þátt í því að Víkingur vann tvöfalt og var verðskuldað valinn leikmaður ársins. Nikolaj er einn fjögurra erlendra leikmanna sem hafa fengið þá nafnbót og einn sex útlendinga sem hafa náð að skora fimmtíu mörk eða meira í sögu efstu deildar. Nikolaj er gríðarlega öflugur í loftinu, heldur boltanum vel og er afar örugg vítaskytta. Hann er enn að og á sínu níunda tímabili í Víkinni. Stundum getur borgað sig að leita vel á nytjamörkuðum. 37. Sigurvin Ólafsson Lið: ÍBV, Fram, KR, FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1976 Íslandsmeistari: 1997, 1998, 2002, 2003, 2006 Bikarmeistari: 2007 Leikir: 135 Mörk: 33 Stoðsendingar: 28 Einu sinni í liði ársins Meiðslin sem Sigurvin Ólafsson varð fyrir snemma sumars 1998 komu sennilega í veg fyrir að hann næði aftur þeim hæðum sem hann náði sumarið 1997. Hann var þá einn af lykilmönnum ÍBV sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í átján ár og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Sigurvin Ólafsson virðir Íslandsmeistarabikarinn sem hann vann fimm sinnum á ferlinum fyrir sér.vísir/anton Sigurvin meiddist þegar skammt var liðið á tímabilið 1998 og meiðsli settu reglulega strik í reikning hans. En þegar hann var heill var hann einatt í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2001 og skoraði tvö mörk í Grindavík í lokaumferðinni sem kom í veg fyrir að Vesturbæingar féllu niður í næstefstu deild. Sumarið eftir skoraði Sigurvin svo sjö mörk í tólf leikjum þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann varð aftur meistari með KR 2003 en lék aðeins tíu deildarleiki um sumarið. Sigurvin var í KR til 2005 en gekk þá í raðir FH. Hann varð meistari með liðinu á fyrsta tímabili og hafði þar með orðið Íslandsmeistari með þremur liðum. Sigurvin varð svo bikarmeistari með FH 2007 en eftir það tímabil var ferlinum í efstu deild lokið, þegar hann var aðeins 31 árs. 36. Matthías Vilhjálmsson Lið: FH, Víkingur Staða: Miðjumaður/framherji Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2006, 2008, 2009, 2023 Bikarmeistari: 2007, 2010, 2023 Leikir: 197 Mörk: 59 Stoðsendingar: 38 Tvisvar sinnum í liði ársins Matthías Vilhjálmsson virðist alltaf hafa verið aðeins á undan kúrvunni. Hann byrjaði að spila með meistaraflokki BÍ þegar hann var fimmtán ára. Hann fór síðan til FH og var kominn í hlutverk hjá ógnarsterku Íslandsmeistaraliði 2006, þá nítján ára. Matthías var svo gerður að fyrirliða FH aðeins 23 ára. Matthías Vilhjálmsson er fimmti markahæsti leikmaður FH í efstu deild með 53 mörk.vísir/hulda margrét Þegar hann hélt út til Noregs í atvinnumennsku eftir tímabilið 2011 hafði hann unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með FH í ýmsum hlutverkum. Matthías gat spilað frammi, á köntunum og fyrir tímabilið 2009 notaði Heimir Guðjónsson hann á ofursóknarsinnaðri miðju með Tryggva Guðmundssyni og Davíð Þór Viðarssyni fyrir aftan. FH-liðið 2009 var frábært; tapaði reyndar í 1. umferð en vann svo tíu leiki í röð og fékk 51 stig. Matthías skoraði tíu af 57 mörkum FH og lagði ellefu upp. Eftir tæpan áratug í atvinnumennsku sneri Matthías aftur í FH fyrir tímabilið 2021. Staðan í Kaplakrika var þá önnur en þegar hann hélt út. FH-ingar enduðu í 6. sæti 2022 en sumarið á eftir fór allt í skrúfuna og liðið hélt sér uppi á markatölu. Matthías gerði þó sitt og skoraði níu mörk í slöku liði. Arnar Gunnlaugsson hafði notið þess að vinna með gömlu köllunum Sölva Geir Ottesen og Kára Árnasyni og taldi sig geta kveikt aftur í Matthíasi og læknað hann af tapsjúkdómnum eins og hann orðaði það. Á fyrsta tímabili sínu með Víkingi var Matthías í stóru hlutverki hjá liði sem rústaði deildinni og vann bikarinn að auki. Matthías leysti ýmsar stöður í Víkingsliðinu og hefur gert síðan hann kom í Fossvoginn. 35. Einar Þór Daníelsson Lið: KR, ÍBV Staða: Vinstri kantmaður Fæðingarár: 1970 Íslandsmeistari: 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistari: 1994, 1995, 1999 Leikir: 200 Mörk: 46 Stoðsendingar: 45 Tvisvar sinnum í liði ársins Hann skoraði á Goodison Park, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari en kannski kom Augnablikið á ferli Einars Þórs Daníelssonar á gamla grasvellinum í Garðabæ 11. júlí 1996. Hann skoraði þá eitt fallegasta mark íslenskrar fótboltasögu. Einar Þór Daníelsson skýlir boltanum frá Joe Parkinson í leik KR og Everton í Evrópukeppni bikarhafa fyrir þrjátíu árum.getty/Clive Brunskill Ólafur Kristjánsson skallaði boltann á Einar sem tók hann á bringuna, hélt nokkrum sinnum á lofti og ruglaði óheppinn varnarmann Stjörnunnar algjörlega í ríminu áður en hann negldi boltanum á lofti í fjærhornið. Ótrúlegt mark hjá einum besta kantmanni sem hefur spilað í efstu deild. Við svörum ákallinu. Fundum spóluna og hér er það📺 Einar Þór Daníelsson að koma @KRreykjavik í 1-2 gegn Stjörnunni, 11. júlí 1996. Er þetta fallegasta mark í sögu efstu deildar karla?⚽️ pic.twitter.com/VLBzWVJntP— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 3, 2021 Í rúman áratug var Einar fastur punktur í tilveru KR-inga, á vinstri kantinum. Hann teygði á vörnum andstæðinganna og mataði framherja KR með góðum fyrirgjöfum. Einar var líka ógnandi sjálfur og var með mark í fjórða hverjum leik sem hann spilaði í efstu deild. Hann þurfti að bíða nokkuð lengi eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum eins og aðrir KR-ingar. Hann missti af úrslitaleiknum á Akranesi 1996 vegna leikbanns og KR tapaði svo öðrum úrslitaleik gegn ÍBV tveimur árum síðar. En ísinn var brotinn á aldarafmælinu og KR-ingar unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á næstu fimm árum. Eftir titilinn 2003 fór Einar til Eyja og var ekki langt frá því að bæta fimmta Íslandsmeistaratitlinum við. Eyjamenn voru óvænt í toppbaráttunni og áttu möguleika á titlinum fram í lokaumferðina. En sjö stórir titlar, 46 mörk og 45 stoðsendingar er ekki amaleg uppskera. Og svo auðvitað galdurinn í Garðabænum. 34. Mihajlo Bibercic Lið: ÍA, KR, Stjarnan Staða: Framherji Fæðingarár: 1968 Íslandsmeistari: 1993, 1994, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1995, 1996 Leikir: 74 Mörk: 51 Stoðsendingar: 14 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 1994 Bronsskór: 1995 Fótboltasagan er full af ef-um og hefði-um. Fyrir tímabilið 1993 voru Skagamenn í leit að framherja til að fylla skarð Arnars Gunnlaugssonar sem var farinn til Feyenoord. Ákveðið var að fá serbneskan framherja að nafni Zivko Ostojic til reynslu. En hann axlarbrotnaði áður en hann kom til landsins. Í staðinn fékk ÍA annan Serba til reynslu. Mihajlo Bibercic er einn mesti markahrókur sem hefur leikið hér á landi.á sigurslóð Það var Mihajlo Bibercic. Mönnum á Skaganum leist þó ekki öllum frábærlega á kauða enda ekki í neinu formi eins og Ólafur Þórðarson rifjaði upp í sjónvarpsþættinum Skaganum: Það þurfti að láta hann hjóla vikum saman í stórum ruslapoka, til að láta hann svitna og létta sig og koma sér í stand. Hann át svo mikið sælgæti og drakk svo mikið gos að það voru alveg vandræði. En um leið og hann var kominn í form hafði maður alltaf á tilfinningunni að ef maður kæmi bara boltanum inn á hann inni í vítateig myndum við skora. Það meira og minna gekk upp. Hann var ótrúlegur. Já, Bibercic skoraði, skoraði og skoraði ennþá meira þessi fáu ár sem hann spilaði hér á landi. Á þeim þremur heilu tímabilum sem hann spilaði á Íslandi skoraði Serbinn aldrei minna en þrettán mörk. Hann fékk gullskóinn 1994 og bronsskóinn 1995. Í 74 leikjum í efstu deild á Íslandi skoraði hann 51 mark sem gera 0,69 mörk að meðaltali í leik. Auk þess að vera frábær fyrir framan markið var Bibercic afar góður að fá boltann í fætur, halda honum og tengja við samherja sína. Bibercic naut heldur ekki bara velgengni sem einstaklingur heldur gekk liðunum hans vel. Hann varð Íslandsmeistari 1993, 1994 og 1996 og bikarmeistari 1993, 1995 og 1996. Bibercic skoraði sigurmörkin í bikarúrslitaleikjunum 1993 og 1995. Maðurinn, goðsagan, goðsögnin. Þeir eru fáir leikmennirnir í sögu íslenska boltans sem eru með sömu költ-stöðu og Bibercic og þeir eru fáir betri framherjarnir sem hafa leikið hér á landi. 33. Gunnlaugur Jónsson Lið: ÍA, KR Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1995, 1996, 2001 Bikarmeistari: 1996, 2000, 2003, 2008 Leikir: 194 Mörk: 9 Stoðsendingar: 14 Leikmaður ársins: 2001 Fjórum sinnum í liði ársins Í dag er Gunnlaugur Jónsson, Gulli Jóns, þekktur sem geitin í heimildaþáttaleiknum, hvort sem það er í útvarpi eða sjónvarpi. En það er ekki svo langt síðan hann var einn besti varnarmaður landsins. Gunnlaugur Jónsson tekur við bikarnum úr hendi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, eftir sigur ÍA á FH í úrslitaleik bikarkeppninnar 2003.friðþjófur helgason Árið hans Gulla var 2001. Það tók hann tíma að vinna sér sæti í ógnarsterku Skagaliði en hann varð Íslands- og bikarmeistari með því 1996 og bikarmeistari 2000. Árið eftir var hann svo orðinn fyrirliði ÍA. Söguna um sumarið 2001 hjá ÍA þekkja flestir. Félagið rambaði á barmi gjaldþrots á þessum tíma en varð Íslandsmeistari um haustið, öllum að óvörum. Gulli var besti leikmaður ÍA, valinn besti leikmaður deildarinnar og fram til 2005 myndaði hann sterkasta miðvarðapar landsins ásamt Reyni Leóssyni. Eins og svo margir Skagamenn fór Gulli í KR 2006 og lék með liðinu síðustu þrjú árin í efstu deild. KR endaði í 2. sæti í deild og bikar 2006, var nálægt því að falla 2007 en vann bikarinn 2008. Að lokum, eitt ef og hefði. Hvað ef Gulli og Reynir hefðu ekki farið frá ÍA fyrir tímabilið 2006 og spilað með Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum og Bjarna og Þórði Guðjónssonum eftir að þeir sneru aftur heim á Akranes? Skagaliðið þá var ekki jafn sterkt baka til og fram á við en það hefði verið áhugavert að sjá hvað það hefði gert með alla þessa kalla og betra jafnvægi. 32. Helgi Sigurðsson Lið: Víkingur, Fram, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 2007 Leikir: 138 Mörk: 67 Stoðsendingar: 12 Leikmaður ársins: 2007 Tvisvar sinnum í liði ársins Silfurskór: 2007 Bronsskór: 1993 Eftir hræðilegan tíma og þrjú föll á fimm árum sneri Valur aftur upp í efstu deild með stæl 2005. Liðið varð í 2. sæti og vann bikarinn, sinn fyrsta stóra titil í þrettán ár. Valsmenn urðu svo í 3. sæti 2006. Þeir voru góðir, þéttir til baka, vel skipulagðir og allt það. En það vantaði síðasta púslið, oddinn á spjótið. Og hann fannst í næstefstu deild. Enter Helgi Sigurðsson. Helgi Sigurðsson með ginið opið eins og á svo mörgum myndum.vísir/vilhelm Hann passaði eins og flís við rass Valsliðsins og þeir Guðmundur Benediktsson náðu frábærlega saman í framlínunni. Helgi skoraði tólf mörk og Valur rauf sigurgöngu FH og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Framherjinn var svo valinn leikmaður ársins enda breytti hann silfurliði í sigurlið. Þetta er ekki það eina sem Helgi afrekaði í efstu deild. Hann varð ungur Íslandsmeistari með Víkingi 1991 og síðustu þrjú tímabilin áður en hann fór í atvinnumennsku skoraði hann samtals 33 mörk í 53 deildarleikjum, og það fyrir ekkert sérstök lið Víkings og Fram. Helgi lék með Val til 2009 en sneri þá aftur heim í Víkina og fór upp í efstu deild með uppeldisfélaginu í fyrstu tilraun. Tímabilið 2011 var bíó í Víkinni en síðustu leiki sína í efstu deild lék Helgi með Fram 2013. 31. Kristinn Jónsson Lið: Breiðablik, KR Staða: Vinstri bakvörður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2010, 2019, 2024 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 291 Mörk: 20 Stoðsendingar: 58 Sex sinnum í liði ársins Bestu tímabil vinstri bakvarða á því tímabili sem hér eru undir eru líklega Sigursteinn Gíslason 1994, Guðmundur Reynir Gunnarsson 2011, Kristinn Jónsson 2012 og 2019 og Bjarni Ólafur Eiríksson 2017. Kristinn Jónsson á fleygiferð fram vinstri kantinn.vísir/diego Þessi skoðun er bæði studd tilfinningum og tölfræði. Tímabilin 2012 og 2019 voru allavega mögnuð hjá Kristni. Sumarið 2012 var hann hættulegasti sóknarmaður Breiðabliks sem náði 2. sætinu með góðum lokaspretti. Kristinn skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú. Sumarið 2019 átti hann svo risastóran þátt í því að KR vann Íslandsmeistaratitilinn með miklum yfirburðum. KR-ingar fengu á sig fæst mörk allra liða (23) og Kristinn skoraði sjálfur þrjú mörk og gaf fimm stoðsendingar. Svo er það líka tímabilið 2015. Kristinn var þá hluti af bestu vörn í sögu tólf liða deildar og lagði upp níu mörk. Kristinn kom inn í meistaraflokk Breiðabliks 2007 og nálgast þrjú hundruð leikina í efstu deild á Íslandi. Hann var í lykilhlutverki þegar Blikar unnu sína fyrstu stóru titla 2009 og 2010, vann Íslandsmeistaratitilinn með KR-ingum 2019 og svo aftur með Blikum í fyrra, þá 34 ára enn einn af bestu bakvörðum deildarinnar. Líklega telst Kristinn núna bakvörður af gamla skólanum; ekki þeim elsta þegar bakverðir tækluðu fast og fóru sjaldan fram fyrir miðju og heldur ekki af þeim nýjasta á inndregnum tímum. Kristinn hefur alltaf „overlappað“ eins og óður maður og oftar en ekki látið kantmanninn sem hann spilar gegn dekka sig en ekki öfugt. Og svo er hann með frábæran vinstri fót og nákvæmar fyrirgjafir sem hafa skilað ófáum mörkunum í gegnum árin.
Lið: ÍA, Fylkir Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1968 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996, 2000, 2001 Leikir: 191 Mörk: 29 Stoðsendingar: 12 Einu sinni í liði ársins
Lið: ÍA, FH Staða: Vinstri bakvörður/miðvörður Fæðingarár: 1977 Íslandsmeistari: 2004, 2005, 2006, 2008, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2007, 2010 Leikir: 207 Mörk: 10 Stoðsendingar: 12 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: Valur, Víkingur Staða: Framherji Fæðingarár: 1993 Íslandsmeistari: 2017, 2021, 2023 Bikarmeistari: 2016, 2019, 2021, 2022, 2023 Leikir: 159 Mörk: 56 Stoðsendingar: 16 Leikmaður ársins: 2021 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 2021
Lið: ÍBV, Fram, KR, FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1976 Íslandsmeistari: 1997, 1998, 2002, 2003, 2006 Bikarmeistari: 2007 Leikir: 135 Mörk: 33 Stoðsendingar: 28 Einu sinni í liði ársins
Lið: FH, Víkingur Staða: Miðjumaður/framherji Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2006, 2008, 2009, 2023 Bikarmeistari: 2007, 2010, 2023 Leikir: 197 Mörk: 59 Stoðsendingar: 38 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: KR, ÍBV Staða: Vinstri kantmaður Fæðingarár: 1970 Íslandsmeistari: 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistari: 1994, 1995, 1999 Leikir: 200 Mörk: 46 Stoðsendingar: 45 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: ÍA, KR, Stjarnan Staða: Framherji Fæðingarár: 1968 Íslandsmeistari: 1993, 1994, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1995, 1996 Leikir: 74 Mörk: 51 Stoðsendingar: 14 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 1994 Bronsskór: 1995
Lið: ÍA, KR Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1995, 1996, 2001 Bikarmeistari: 1996, 2000, 2003, 2008 Leikir: 194 Mörk: 9 Stoðsendingar: 14 Leikmaður ársins: 2001 Fjórum sinnum í liði ársins
Lið: Víkingur, Fram, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 2007 Leikir: 138 Mörk: 67 Stoðsendingar: 12 Leikmaður ársins: 2007 Tvisvar sinnum í liði ársins Silfurskór: 2007 Bronsskór: 1993
Lið: Breiðablik, KR Staða: Vinstri bakvörður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2010, 2019, 2024 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 291 Mörk: 20 Stoðsendingar: 58 Sex sinnum í liði ársins
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn