Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 12:31 Mirra Andreeva með bikarinn sem hún fékk fyrir sigurinn í Dúbaí. Getty/Robert Prange Hin sautján ára gamla Mirra Andreeva er nú sú yngsta í sögunni til að vinna WTA 1000 tennismót á alþjóðlegu atvinnumannamótaröðinni. Andreeva tryggði sér sigur á móti í Dúbaí með því að vinna hina dönsku Clara Tauson í úrslitaleiknum, 7–6 og 6–1. Andreeva hafði áður vakið mikla athygli á mótinu fyrir að slá út þrjá risamótssigurvegara á leið sinni í úrslitaleikinn. Ein af þeim var Iga Swiatek sem er í öðru sæti heimslistans. Hinar voru Marketa Vondrousova og Elena Rybakina. The two youngest women to win a big title (Grand Slam, WTA 1000) this century:17 years, 2 months - Maria Sharapova, Wimbledon 200417 years, 9 months - Mirra Andreeva, Dubai 2025Sharapova was Andreeva’s childhood idol. ❤️ pic.twitter.com/i28J44LTJt— Bastien Fachan (@BastienFachan) February 22, 2025 Andreeva kemst líka með þessum sigri í hóp tíu bestu tenniskvenna heims á heimslistanum. „Ég setti mér það markmið að vera meðal tíu efstu í heimi fyrir lok ársins. Núna er febrúar að enda og ég er þegar búin að ná því. Það er alveg ótrúlegt,“ sagði Andreeva. „Ég er bara svo ótrúlega ánægð með hvernig ég var að spila í dag. Ég var rosalega stressuð og það sást alveg í leiknum. Ég er samt svo ánægð að ná að ráða við pressuna. Það er stórkostlega tilfinning að vinna. Ég var búin að deyma um þetta og nú var draumurinn að ræast. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Andreeva. Eini táningurinn sem hafði unnið mótið í Dubaí var Spánverjinn Rafa Nadal árið 2006. Mirra Andreeva thanks herself after winning Dubai title“Last but not least, I’d like to thank me. 😂 I just want to thank me for always believing in me.”Absolutely iconic. pic.twitter.com/Xxks845iby— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) February 22, 2025 Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Andreeva tryggði sér sigur á móti í Dúbaí með því að vinna hina dönsku Clara Tauson í úrslitaleiknum, 7–6 og 6–1. Andreeva hafði áður vakið mikla athygli á mótinu fyrir að slá út þrjá risamótssigurvegara á leið sinni í úrslitaleikinn. Ein af þeim var Iga Swiatek sem er í öðru sæti heimslistans. Hinar voru Marketa Vondrousova og Elena Rybakina. The two youngest women to win a big title (Grand Slam, WTA 1000) this century:17 years, 2 months - Maria Sharapova, Wimbledon 200417 years, 9 months - Mirra Andreeva, Dubai 2025Sharapova was Andreeva’s childhood idol. ❤️ pic.twitter.com/i28J44LTJt— Bastien Fachan (@BastienFachan) February 22, 2025 Andreeva kemst líka með þessum sigri í hóp tíu bestu tenniskvenna heims á heimslistanum. „Ég setti mér það markmið að vera meðal tíu efstu í heimi fyrir lok ársins. Núna er febrúar að enda og ég er þegar búin að ná því. Það er alveg ótrúlegt,“ sagði Andreeva. „Ég er bara svo ótrúlega ánægð með hvernig ég var að spila í dag. Ég var rosalega stressuð og það sást alveg í leiknum. Ég er samt svo ánægð að ná að ráða við pressuna. Það er stórkostlega tilfinning að vinna. Ég var búin að deyma um þetta og nú var draumurinn að ræast. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Andreeva. Eini táningurinn sem hafði unnið mótið í Dubaí var Spánverjinn Rafa Nadal árið 2006. Mirra Andreeva thanks herself after winning Dubai title“Last but not least, I’d like to thank me. 😂 I just want to thank me for always believing in me.”Absolutely iconic. pic.twitter.com/Xxks845iby— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) February 22, 2025
Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira