„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. febrúar 2025 20:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur trú á Heiðu Björg í hlutverki borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira