Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 20:00 Staðurinn verður staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en aðeins meðlimir fá að vita nákvæma staðsetningu. Getty Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, sem kallar sig Jón Jónsson, stefnir að því að opna fyrsta kynlífsklúbb landsins undir nafninu Aphrodite innan nokkurra vikna. Hann segir klúbbinn sérstaklega ætlaðan fólki í swing-senunni. Jón segir að swing-senan á Íslandi sé stærri en margir geri sér grein fyrir, um tvö þúsund pör séu formlega skráð í samfélagið. Að auki séu fleiri pör sem taki þátt án þess að vera skráðir meðlimir. Getty Venjulegur fjölskyldufaðir Sjálfur lýsir Jón sér sem venjulegum fjölskylduföður og virkum þátttakanda í swing-senunni. Hann segist ekki vilja koma fram undir nafni vegna fordóma sem hann upplifi í samfélaginu og til að vernda börnin sín. Hann vonast til að umræðan verði opnari með tímanum, líkt og hefur gerst með kynlífstækjaiðnaðinn. Fólk kemur saman til að skipast á mökum eða stunda hópkynlíf, svo dæmi séu nefnd.Getty Hann segir að klúbburinn verði ákveðinn samastaður fyrir fólk í senunni sem og aðra sem vilja hittast. Jón hefur leitað ráða hjá rekstraraðilum sambærilegra klúbba erlendis og hyggst móta staðinn í anda þeirra. „Allir gestir þurfa að skrá inn persónuupplýsingar fyrir fram. Með því sköpum við öruggt og áreynslulaust umhverfi fyrir alla,“ segir Jón. Tilraunaopnun um helgina Klúbburinn verður með séstaka tilraunaopnun um helgina. Jón vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu staðarins til að vernda gesti en segir að hann sé á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur þegar haldið einkasamkvæmi til að kanna viðbrögð og finnur fyrir miklum velvilja. „Fyrstu kvöldin komu um 30 manns, sem er mjög gott merki um eftirspurn,“ segir Jón. Aðspurður segir hann aldursbil gesta að jafnaði frá um 27 til 70 ára, og meirihlutinn sé fjölskyldufólk: „Þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Nafnið Aphrodite er vísun í ástar- og fegurðargyðjuna Afródítu úr grískri goðafræði. Kynlíf Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Jón segir að swing-senan á Íslandi sé stærri en margir geri sér grein fyrir, um tvö þúsund pör séu formlega skráð í samfélagið. Að auki séu fleiri pör sem taki þátt án þess að vera skráðir meðlimir. Getty Venjulegur fjölskyldufaðir Sjálfur lýsir Jón sér sem venjulegum fjölskylduföður og virkum þátttakanda í swing-senunni. Hann segist ekki vilja koma fram undir nafni vegna fordóma sem hann upplifi í samfélaginu og til að vernda börnin sín. Hann vonast til að umræðan verði opnari með tímanum, líkt og hefur gerst með kynlífstækjaiðnaðinn. Fólk kemur saman til að skipast á mökum eða stunda hópkynlíf, svo dæmi séu nefnd.Getty Hann segir að klúbburinn verði ákveðinn samastaður fyrir fólk í senunni sem og aðra sem vilja hittast. Jón hefur leitað ráða hjá rekstraraðilum sambærilegra klúbba erlendis og hyggst móta staðinn í anda þeirra. „Allir gestir þurfa að skrá inn persónuupplýsingar fyrir fram. Með því sköpum við öruggt og áreynslulaust umhverfi fyrir alla,“ segir Jón. Tilraunaopnun um helgina Klúbburinn verður með séstaka tilraunaopnun um helgina. Jón vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu staðarins til að vernda gesti en segir að hann sé á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur þegar haldið einkasamkvæmi til að kanna viðbrögð og finnur fyrir miklum velvilja. „Fyrstu kvöldin komu um 30 manns, sem er mjög gott merki um eftirspurn,“ segir Jón. Aðspurður segir hann aldursbil gesta að jafnaði frá um 27 til 70 ára, og meirihlutinn sé fjölskyldufólk: „Þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Nafnið Aphrodite er vísun í ástar- og fegurðargyðjuna Afródítu úr grískri goðafræði.
Kynlíf Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“