Undanþágubeiðninni ekki hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 13:24 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas. Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas.
Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent