Undanþágubeiðninni ekki hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 13:24 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas. Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas.
Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira