Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun. Nýttu tækifærið og brjóttu upp hversdagsleikann með notalegri samverustund með ástinni þinni. Getty Valentínusardagurinn eða dagur ástarinnar er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn á morgun, þann 14. febrúar. Í tilefni dagsins er tilvalið að brjóta upp hversdagsleikann og njóta stundarinnar með ástinni. Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop. Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop.
Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira