Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir segir ákvörðun Flokks fólksins hafa komið á óvart enda tengist þær borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti og viðræður gengið vel. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkanna tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu ekki hafa komið á óvart enda gaf atburðarás síðustu daga til kynna að svona gæti farið, þó að hlutirnir hafi farið hratt af stað. Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi farið vel af stað og því kom það Hildi á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði flokkinn ekki ætla að halda þeim viðræðum áfram enda myndi hann ekki taka þátt í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. „Og það er vegna einhverja atburða sem tengjast auðvitað borgarstjórnarhópnum ekki neitt. Við höfum átt virkilega farsælt samstarf við Flokk fólksins í borgarstjórn síðastliðin sjö ár.“ Áttu góðan fund á föstudag Oddvitar þessara fjögurra flokka hafi átt góðan fund á föstudagskvöldinu og aftur í gær þar sem mikill samhljómur var um málefnin. „Þannig já það kom auðvitað svolítið að óvörum þegar grasrót Flokks fólksins stígur inn með þessum hætti en það hefur auðvitað verið hamagangur í þinginu og ákveðin umfjöllun um Flokk fólksins á síðum miðlana en það er auðvitað ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og allra síst borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hljóðið í borgarfulltrúa Flokks fólksins var bara gott á laugardaginn og virtist sem hún hefði umboð til að halda þessum viðræðum áfram? „Já Helga Þórðar er bara yndisleg kona og við áttum gríðarlega gott samtal við hana og hún var með umboð til þess en svo gerist bara eitthvað í gærdag. Það eiga sér stað einhverjir fundir í grasrót flokksins sem hefur þessi áhrif.“ Málefnalegur grundvöllur þessara tveggja flokka hafi verið mikill í borginni síðustu ár, sér í lagi varðandi húsnæðisuppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að þéttingastefnan hafi beðið ákveðið skipbrot og við verðum að fara að brjóta nýtt land. Þannig talar Flokkur fólksins bæði á þingi og í borginni og ég veit að þau stefna á að leiða ákveðin átaksverkefni í húsnæðismálum á þinginu og það verður auðvitað erfitt ef hér verður vinstrimeirihluti í borginni, að knýja á um einhverja frekari húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þess að þar myndu vera við völd flokkar sem geta ekki hugsað sér til að mynda að brjóta nýtt land.“ Ræða saman í dag Hildur segir ekkert útilokað þó að Flokkur fólksins hafi tilkynnt um ákvörðun sína í gær. Mörg mynstur séu möguleg og dagurinn í dag og næstu dagar fari í samtöl milli fólks. Tíminn sé naumur og brýn verkefni bíði, fjármál borgarinnar, húsnæðismálin, leikskóla- og daggæslumál auk heitu kartöflunnar: Reykjavíkurflugvallar. „Og vandræðagangur með hann, þessi störukeppni í pólitíkinni og ómálefnaleg sjónarmið sem hafa leitt til þess að flugbraut var lokað. Við getum auðvitað ekki staðið í þessu og það þarf að mynda meirihluta flokka sem geta staðið saman um skynsamlega nálgun um þessi stóru mál.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu ekki hafa komið á óvart enda gaf atburðarás síðustu daga til kynna að svona gæti farið, þó að hlutirnir hafi farið hratt af stað. Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi farið vel af stað og því kom það Hildi á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði flokkinn ekki ætla að halda þeim viðræðum áfram enda myndi hann ekki taka þátt í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. „Og það er vegna einhverja atburða sem tengjast auðvitað borgarstjórnarhópnum ekki neitt. Við höfum átt virkilega farsælt samstarf við Flokk fólksins í borgarstjórn síðastliðin sjö ár.“ Áttu góðan fund á föstudag Oddvitar þessara fjögurra flokka hafi átt góðan fund á föstudagskvöldinu og aftur í gær þar sem mikill samhljómur var um málefnin. „Þannig já það kom auðvitað svolítið að óvörum þegar grasrót Flokks fólksins stígur inn með þessum hætti en það hefur auðvitað verið hamagangur í þinginu og ákveðin umfjöllun um Flokk fólksins á síðum miðlana en það er auðvitað ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og allra síst borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hljóðið í borgarfulltrúa Flokks fólksins var bara gott á laugardaginn og virtist sem hún hefði umboð til að halda þessum viðræðum áfram? „Já Helga Þórðar er bara yndisleg kona og við áttum gríðarlega gott samtal við hana og hún var með umboð til þess en svo gerist bara eitthvað í gærdag. Það eiga sér stað einhverjir fundir í grasrót flokksins sem hefur þessi áhrif.“ Málefnalegur grundvöllur þessara tveggja flokka hafi verið mikill í borginni síðustu ár, sér í lagi varðandi húsnæðisuppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að þéttingastefnan hafi beðið ákveðið skipbrot og við verðum að fara að brjóta nýtt land. Þannig talar Flokkur fólksins bæði á þingi og í borginni og ég veit að þau stefna á að leiða ákveðin átaksverkefni í húsnæðismálum á þinginu og það verður auðvitað erfitt ef hér verður vinstrimeirihluti í borginni, að knýja á um einhverja frekari húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þess að þar myndu vera við völd flokkar sem geta ekki hugsað sér til að mynda að brjóta nýtt land.“ Ræða saman í dag Hildur segir ekkert útilokað þó að Flokkur fólksins hafi tilkynnt um ákvörðun sína í gær. Mörg mynstur séu möguleg og dagurinn í dag og næstu dagar fari í samtöl milli fólks. Tíminn sé naumur og brýn verkefni bíði, fjármál borgarinnar, húsnæðismálin, leikskóla- og daggæslumál auk heitu kartöflunnar: Reykjavíkurflugvallar. „Og vandræðagangur með hann, þessi störukeppni í pólitíkinni og ómálefnaleg sjónarmið sem hafa leitt til þess að flugbraut var lokað. Við getum auðvitað ekki staðið í þessu og það þarf að mynda meirihluta flokka sem geta staðið saman um skynsamlega nálgun um þessi stóru mál.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36
„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24