Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 15:41 Félagarnir hafa flogið þvert yfir hnöttinn saman og tekist á við ýmislegt. Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna. „Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn. Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
„Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn.
Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira