Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 12:00 Pétur Jóhann gengur fram af sér á fjarlægum slóðum. Fyrsta stiklan úr Alheimsdrauminum er mætt á Vísi. Þar skipa þeir Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 þann 28. febrúar. „Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum. Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Hélt þetta væri grín þegar hann vaknaði úr dái Lífið Fleiri fréttir Hélt þetta væri grín þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Sjá meira
„Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum.
Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Hélt þetta væri grín þegar hann vaknaði úr dái Lífið Fleiri fréttir Hélt þetta væri grín þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Sjá meira
Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18