Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2025 11:08 Frá löndun á þorski í Breiðdalsvík. Þorskur er talinn hafa verið fjórðungi stærri þegar menn námu fyrst land á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn. Vísir/Vilhelm Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum. Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum.
Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira