Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2025 11:08 Frá löndun á þorski í Breiðdalsvík. Þorskur er talinn hafa verið fjórðungi stærri þegar menn námu fyrst land á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn. Vísir/Vilhelm Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum. Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum.
Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira