Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:10 Kristófer Már Maronsson, Jón Pétur Zimsen, Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ragnheiður Stephensen. Vísir/Vilhelm Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi. Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi.
Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira