„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 08:01 Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk Kraftur stuðningsfélag „Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi. Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira