Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 08:02 Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Kraftur stuðningsfélag „Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021. Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“