Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2025 10:17 Fréttmaaður gerir atlögu að því að „splitta G-inu“ í fyrsta sinn undir leiðsögn Rúnars, eiganda Irishman. Vísir/Rúnar Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar. Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan. Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan.
Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira