Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Magnús Jochum Pálsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 15. janúar 2025 21:09 Brúin yfir Ferjukotssíki er fallin á innan við tveimur árum frá byggingu. Vísir/Elín Nýleg brú hrundi í vatnavöxtum á Vesturlandi. Að sögn Vegagerðar átti hún að standa mun lengur en íbúar á svæðinu höfðu gagnrýnt smíðina og segja málið algjört klúður. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín
Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira