„Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 14:49 Rakel Garðarsdóttir framleiðandi þáttanna um Vigdísi Finnbogadóttur segir túlkun Hallgríms H. Helgasonar á Elmari, að hann eigi að standa fyrir Helga Skúlason, algerlega úr vegi. Rakel Garðarsdóttir framleiðandi Vigdísarþáttanna svokölluðu segir það mikinn misskilning að persónan Elmar eigi að tákna Helga Skúlason leikara og leikstjóra. „Þetta er skálduð persóna. Eins og fram kemur í byrjun hvers þáttar eru sumar persónur skáldaðar í dramatískum tilgangi. Hér er ekki um heimildarþætti að ræða,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi og handritshöfundur, telur einsýnt að persónan sem Gísli Örn Garðarsson leikur og heitir Elmar, eigi að tákna föður sinn Helga Skúlason. En þetta er í þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins. Rakel segir þetta mikinn misskilning. „Persónan Elmar er skálduð og á að tákna mótstöðu þeirra sem töldu Vigdísi ekki hafa þá reynslu sem þurfti til að taka að sér starf leikhússtjóra.“ Rakel segir að Vesturport, og aðstandendur þáttanna, hafi aldrei skoðað Helga sérstaklega þegar Elmar var teiknuð upp. Þessi túlkun Hallgríms sé því úr vegi. Heldur hafi margar persónur verið teknar og þær steyptar í eina. Eins og tíðkast þegar dramatísk framvinda er annars vegar. „Enn þann dag í dag eru skiptar skoðanir um fólk í stjórnunarstöðum og það var nú heldur betur í tíð Vigdísar,“ segir Rakel. Eins og áður sagði hafa þættirnir verið lofaðir í hástert en síðasti þátturinn, sá fjórði, verður sýndur á sunnudagskvöldið. Rakel segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi verið þekkt fyrir það í sinni forsetatíð sameina þjóðina. Og svo mögnuð sé hún að enn nái hún að sameina heilu fjölskyldurnar fyrir framan sjónvarpstækin. „Það er einstaklega ánægjulegt,“ segir Rakel. Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er skálduð persóna. Eins og fram kemur í byrjun hvers þáttar eru sumar persónur skáldaðar í dramatískum tilgangi. Hér er ekki um heimildarþætti að ræða,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi og handritshöfundur, telur einsýnt að persónan sem Gísli Örn Garðarsson leikur og heitir Elmar, eigi að tákna föður sinn Helga Skúlason. En þetta er í þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins. Rakel segir þetta mikinn misskilning. „Persónan Elmar er skálduð og á að tákna mótstöðu þeirra sem töldu Vigdísi ekki hafa þá reynslu sem þurfti til að taka að sér starf leikhússtjóra.“ Rakel segir að Vesturport, og aðstandendur þáttanna, hafi aldrei skoðað Helga sérstaklega þegar Elmar var teiknuð upp. Þessi túlkun Hallgríms sé því úr vegi. Heldur hafi margar persónur verið teknar og þær steyptar í eina. Eins og tíðkast þegar dramatísk framvinda er annars vegar. „Enn þann dag í dag eru skiptar skoðanir um fólk í stjórnunarstöðum og það var nú heldur betur í tíð Vigdísar,“ segir Rakel. Eins og áður sagði hafa þættirnir verið lofaðir í hástert en síðasti þátturinn, sá fjórði, verður sýndur á sunnudagskvöldið. Rakel segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi verið þekkt fyrir það í sinni forsetatíð sameina þjóðina. Og svo mögnuð sé hún að enn nái hún að sameina heilu fjölskyldurnar fyrir framan sjónvarpstækin. „Það er einstaklega ánægjulegt,“ segir Rakel.
Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira