Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2025 20:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræddi kjaradeiluna í Kvöldfréttum. Vísir/Einar Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46