Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:34 RAX ljósmyndari flaug yfir Bárðarbungu í dag og myndaði. RAX Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls. Í tilkynningu frá embættinu segir að áætlunin sé virkjuð á óvissustigi. Viðbragðsaðilar hafi fengið boðun í gegnum neyðarlínuna í samræmi við viðbragðsáætlunina þar sem segir: Óvissustig – líkur á eldgosi undir Vatnajökli. Þá segir að virkjunin sé fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að viðbragðsaðilar og þeir sem hafi hlutverkum að gegna samkvæmt áætluninni hafi tækifæri til að undirbúa sig og rifja upp áætlunina. Aðgerðastjórn verði opin á Húsavík milli klukkan átta og tólf næstu daga. Öflug skjálftahrina hófst á sjöunda tímanum í morgun en eftir klukkan níu dróst verulega úr ákafa hennar, að því er kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Síðan þá hafa fáir jarðskjálftar mælst og sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast með áframhaldandi þróun. Óljóst með framhaldið Þá segir að fluglitakóði sé áfram gulur á svæðinu, sem gefi til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina. Loks kemur fram að þrátt fyrir að jarðskjálftavirkni mælist minni sé ekki hægt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út. Margar sviðsmyndir komi til greina um þróun jarðhræringa á svæðinu. Náið verði fylgst með þróun skjálftavirkninnar í Bárðarbungu og mögulegum eldsumbrotum. Bárðarbunga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Í tilkynningu frá embættinu segir að áætlunin sé virkjuð á óvissustigi. Viðbragðsaðilar hafi fengið boðun í gegnum neyðarlínuna í samræmi við viðbragðsáætlunina þar sem segir: Óvissustig – líkur á eldgosi undir Vatnajökli. Þá segir að virkjunin sé fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að viðbragðsaðilar og þeir sem hafi hlutverkum að gegna samkvæmt áætluninni hafi tækifæri til að undirbúa sig og rifja upp áætlunina. Aðgerðastjórn verði opin á Húsavík milli klukkan átta og tólf næstu daga. Öflug skjálftahrina hófst á sjöunda tímanum í morgun en eftir klukkan níu dróst verulega úr ákafa hennar, að því er kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Síðan þá hafa fáir jarðskjálftar mælst og sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast með áframhaldandi þróun. Óljóst með framhaldið Þá segir að fluglitakóði sé áfram gulur á svæðinu, sem gefi til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina. Loks kemur fram að þrátt fyrir að jarðskjálftavirkni mælist minni sé ekki hægt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út. Margar sviðsmyndir komi til greina um þróun jarðhræringa á svæðinu. Náið verði fylgst með þróun skjálftavirkninnar í Bárðarbungu og mögulegum eldsumbrotum.
Bárðarbunga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39