Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 08:56 Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré. Reykjavíkurborg Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira