Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 14:34 Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að stjórn þingflokks Samfylkingar hafi verið kjörin á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins. Fram kemur í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns. Guðmundur Ari tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. „Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið í tilkynningunni. Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Dagur ekki á blaði Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði útnefndur þingflokksformaður. Þótt Dagur sé einnig nýr á þingi líkt og Guðmundur Ari er hann einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar, þó af vettvangi sveitarstjórnarmála. Ummæli Kristrúnar Frostadóttur, sem birtust opinberlega í aðdraganda kosninga, þar sem hún segir Dag vera aukaleikara og ekki ráðherraefni flokksins vöktu mikla athylgi og umtal. Nú liggur fyrir að Dagur verður hvorki ráðherra né þingflokksformaður. Enn á eftir að koma í ljós hverjir fara með formennsku í þingnefndum og gegna hlutverki varaforseta Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að stjórn þingflokks Samfylkingar hafi verið kjörin á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins. Fram kemur í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns. Guðmundur Ari tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. „Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið í tilkynningunni. Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Dagur ekki á blaði Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði útnefndur þingflokksformaður. Þótt Dagur sé einnig nýr á þingi líkt og Guðmundur Ari er hann einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar, þó af vettvangi sveitarstjórnarmála. Ummæli Kristrúnar Frostadóttur, sem birtust opinberlega í aðdraganda kosninga, þar sem hún segir Dag vera aukaleikara og ekki ráðherraefni flokksins vöktu mikla athylgi og umtal. Nú liggur fyrir að Dagur verður hvorki ráðherra né þingflokksformaður. Enn á eftir að koma í ljós hverjir fara með formennsku í þingnefndum og gegna hlutverki varaforseta Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira