Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2025 08:13 Sigurvegararnir voru að vonum ánægðir með úrslitin. Getty Það var mikið um dýrðir þegar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í gær en meðal sigurvegara kvöldsins voru Demi Moore, Zoe Saldana, Adrien Brody og Kieran Culkin. Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning