Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Gabriela Dabrowski dreifði bleikum boltum til áhorfenda áður en greindi frá brjóstakrabbameininu. Clive Brunskill/Getty Images Gabriela Dabrowski vann til verðlauna á Ólympíuleikunum og þrjú risamót í tvíliðaleik. Hún endaði árið á gullmedalíu á WTA lokamótinu og greindi svo frá því að hún hefði glímt við brjóstakrabbamein allt keppnistímabilið 2024. „Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum. Tennis Ólympíuleikar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
„Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum.
Tennis Ólympíuleikar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira