Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 23:03 Magnus Carlsen er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. EPA Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. Frá þessu greindi Carlsen sjálfur í viðtali á YouTube rásinni Take Take Take í dag. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur á þriðjudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. „Til að gera langa sögu stutta mun ég spila að minnsta kosti einn dag til viðbótar hér í New York. Ef vel gengur mun ég líka taka annan dag,“ sagði Carlsen í viðtalinu fyrr í dag. Hann hyggst keppa í atskák en hann er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Hann sagðist hafa átt samtal við Arkady Dvorkovich forseta Alþjóðlega skáksambandsins, Fide, og í kjölfarið ákveðið að skrá sig í keppnina á ný. Í viðtalinu sagðist hann tvímælalaust ætla að klæðast gallabuxum í næstu viðureignum. „Auk þess þá dýrka ég að spila atskák. Mig langar til að gefa aðdáendum mínum tækifæri til að sjá mig spila. Þetta gæti orðið mitt síðasta skipti, hver veit,“ sagði Carlsen. Í færslu á X reikningi Fide sagðist Dvorkovich harma það fjaðrafok sem atburðarás síðustu daga skapaði. Í framhaldinu hygðust samtökin vera sveigjanlegri í tengslum við klæðaburðarreglur og leyfa smávægileg frávik frá þeim. Skák Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Sjá meira
Frá þessu greindi Carlsen sjálfur í viðtali á YouTube rásinni Take Take Take í dag. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur á þriðjudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. „Til að gera langa sögu stutta mun ég spila að minnsta kosti einn dag til viðbótar hér í New York. Ef vel gengur mun ég líka taka annan dag,“ sagði Carlsen í viðtalinu fyrr í dag. Hann hyggst keppa í atskák en hann er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Hann sagðist hafa átt samtal við Arkady Dvorkovich forseta Alþjóðlega skáksambandsins, Fide, og í kjölfarið ákveðið að skrá sig í keppnina á ný. Í viðtalinu sagðist hann tvímælalaust ætla að klæðast gallabuxum í næstu viðureignum. „Auk þess þá dýrka ég að spila atskák. Mig langar til að gefa aðdáendum mínum tækifæri til að sjá mig spila. Þetta gæti orðið mitt síðasta skipti, hver veit,“ sagði Carlsen. Í færslu á X reikningi Fide sagðist Dvorkovich harma það fjaðrafok sem atburðarás síðustu daga skapaði. Í framhaldinu hygðust samtökin vera sveigjanlegri í tengslum við klæðaburðarreglur og leyfa smávægileg frávik frá þeim.
Skák Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Sjá meira