Flugeldasala Landsbjargar hafin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. desember 2024 12:00 Flugeldasala í Lágmúla. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveita Landsbjargar hófst á hundrað stöðum í morgun. Lítil breyting er í sölutölum milli ára. „Þetta er mjög áþekkt og undanfarin ár. Við erum með um hundrað sölustaði um allt land og nánast allar sveitir sem taka þátt í því enda ein af þeirra mikilvægustu fjáröflunum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það er ljóst að þetta er lykilfjármögnun ásamt sölu á neyðarkalli og bakvörðum fyrir sveitir félagsins. Þetta er það sem stendur undir rekstrinum. Þetta stendur undir því að við getum verið með 93 björgunarsveitir hringinn í kringum landið tilbúnar þegar kallið kemur því það kostar að vera tilbúinn. Útkallið sjálft er ekki dýrt en það er dýrt að vera tilbúinn.“ Tertupakkinn vinsæll Hann merkir ekki mikla breytingu í sölutölum milli ára. „Landsmenn hafa verið viljugir að koma og styrkja sveitirnar með kaupum á flugeldum og kveðja gamla árið með flugeldasýningu. Samsetningin á því sem fólk kaupir hefur breyst og það er kannski bara eðlilegt. Við höfum mætt því með því að setja saman dálítið fjölbreyttari pakka en verið hefur, til dæmis núna tertupakkann sem hefur verið í svolítinn tíma. Hann er mjög vinsæll.“ Lítið um verðhækkanir Hvernig er með verðið á þessu, hafa verið miklar hækkanir í ljósi þess að nú hefur margt hækkað í verði? „Það hefur margt hækkað en ekki flugeldar. Við höfum reynt að stilla því mjög í hóf. Við neyddumst til að taka inn smávægilega hækkun og það var meira vegna hækkunar á flutningskostnaði frá Asíu. Að meðaltali er þetta rétt um fjögur prósent sem vörurnar eru að hækka.“ Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Verðlag Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Þetta er mjög áþekkt og undanfarin ár. Við erum með um hundrað sölustaði um allt land og nánast allar sveitir sem taka þátt í því enda ein af þeirra mikilvægustu fjáröflunum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það er ljóst að þetta er lykilfjármögnun ásamt sölu á neyðarkalli og bakvörðum fyrir sveitir félagsins. Þetta er það sem stendur undir rekstrinum. Þetta stendur undir því að við getum verið með 93 björgunarsveitir hringinn í kringum landið tilbúnar þegar kallið kemur því það kostar að vera tilbúinn. Útkallið sjálft er ekki dýrt en það er dýrt að vera tilbúinn.“ Tertupakkinn vinsæll Hann merkir ekki mikla breytingu í sölutölum milli ára. „Landsmenn hafa verið viljugir að koma og styrkja sveitirnar með kaupum á flugeldum og kveðja gamla árið með flugeldasýningu. Samsetningin á því sem fólk kaupir hefur breyst og það er kannski bara eðlilegt. Við höfum mætt því með því að setja saman dálítið fjölbreyttari pakka en verið hefur, til dæmis núna tertupakkann sem hefur verið í svolítinn tíma. Hann er mjög vinsæll.“ Lítið um verðhækkanir Hvernig er með verðið á þessu, hafa verið miklar hækkanir í ljósi þess að nú hefur margt hækkað í verði? „Það hefur margt hækkað en ekki flugeldar. Við höfum reynt að stilla því mjög í hóf. Við neyddumst til að taka inn smávægilega hækkun og það var meira vegna hækkunar á flutningskostnaði frá Asíu. Að meðaltali er þetta rétt um fjögur prósent sem vörurnar eru að hækka.“
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Verðlag Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira