Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2024 09:59 Huginn eða Muninn. Tveir hrafnar hafa lagt það í vana sinn að elta hópa uppá jökul og snýkja bita. vísir/rax Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því. Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX
Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira