„Ég get líklegast trúað þessu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 07:03 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár. Hún hefur margbætt Íslands- og Norðurlandamet sín, orðið Evrópumeistari í sínum aldrusflokki og komist í hóp fjögurra bestu á HM. @eyglo_fanndal „Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær. Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira