Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2024 14:47 Katrín í sínu fyrsta viðtali eftir forseta- og alþingiskosningar. Henni þykir Vinstri græn, sú hreyfing sem hún leiddi um árabil, verða býsna hart dæmd í nýliðnum alþingiskosningum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira